Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202405259

  • 11. apríl 2025

    Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa #92

    Skipu­lags­full­trúi sam­þykkti á 89. af­greiðslufundi sín­um að deili­skipu­lags­breyt­ing­in fyrir frístundabyggð að L125210 Úr landi Miðdals við Krókatjörn yrði aug­lýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Tillagan var kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is, Skipulagsgáttinni og Mosfellingi auk þess sem kynningarbréf voru send á þinglýsta eigendur aðliggjandi eigna og landa L125149, L233636, L125154 og L125195. Athugasemdafrestur var frá 04.03.2025 til og með 04.04.2025. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands 19.03.2025, Garðari Þ. Garðarssyni, dags. 19.03.2025 og Veitum ohf., dags. 02.04.2025.

    Skipu­lags­full­trúi árétt­ar efn­is­leg at­riði um­sagn­ar Veitna ohf. um orku­þörf, kostn­að og upp­lýs­inga­gjöf. Með vís­an í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað, sam­an­tekt og svör varða að­r­ar um­sagn­ir ekki efn­is­leg at­riði hinn­ar enduraug­lýstu til­lögu. Með vís­an í 3. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, skoð­ast til­lag­an sam­þykkt og mun skipu­lags­full­trúi ann­ast gildistöku deiliskipulagsins skv. 2. mgr. 43.gr. sömu laga.

    • 14. mars 2025

      Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #627

      Lögð er fram til kynn­ing­ar breytt til­laga deili­skipu­lags­breyt­ing­ar, eft­ir aug­lýs­ingu og sam­þykkt, fyr­ir frí­stunda­byggð að L125210 Úr landi Mið­dals við Króka­tjörn. Til­lög­unni var breytt eft­ir at­huga­semd­ir og um­sögn skipu­lags­stofn­un­ar dags. 26.09.2024. Ný til­laga sýn­ir fimm frí­stunda­húsa­lóð­ir, all­ar stærri en 5000 m², með bygg­ing­ar­heim­ild­ir upp að 130 m² sam­kvæmt gild­andi að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030, rými í lok­un­ar­flokk­um A og B í sam­ræmi við skipu­lags­reglu­gerð nr. 90/2013. Fyr­ir­liggj­andi er sam­þykki aðliggj­andi land­eig­enda um að­komu.

      Lagt fram.

      • 26. febrúar 2025

        Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa #89

        Lögð er fram til kynn­ing­ar breytt til­laga deili­skipu­lags­breyt­ing­ar, eft­ir aug­lýs­ingu og sam­þykkt, fyr­ir frí­stunda­byggð að L125210 Úr landi Mið­dals við Króka­tjörn. Til­lög­unni var breytt eft­ir at­huga­semd­ir og um­sögn skipu­lags­stofn­un­ar dags. 26.09.2024. Ný til­laga sýn­ir fimm frí­stunda­húsa­lóð­ir, all­ar stærri en 5000 m², með bygg­ing­ar­heim­ild­ir upp að 130 m² sam­kvæmt gild­andi að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030, rými í lok­un­ar­flokk­um A og B í sam­ræmi við skipu­lags­reglu­gerð nr. 90/2013. Fyr­ir­liggj­andi er sam­þykki aðliggj­andi land­eig­enda um að­komu.

        Í sam­ræmi við af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi að deili­skipu­lags­breyt­ing­in skuli aug­lýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Tillaga og gögn skulu aðgengileg í Skipulagsgáttinni og á vef Mosfellsbæjar, mos.is. Auk þess skal tillaga send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum fasteigna og landa.

      • 11. september 2024

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #856

        Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 612. fundi sín­um að kynna til­lögu deili­skipu­lags vegna frí­stunda­lóð­ar að Króka­tjörn, sam­ræmi við 40. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an sýn­ir upp­skipt­ingu lands í fjór­ar frí­stunda­húsa­lóð­ir um 0,6 ha. hver, í sam­ræmi við ákvæði gild­andi að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030. Að­koma er um einka­vegi frá Nesja­valla­vegi. Til­lag­an var aug­lýst og gögn gerð að­gengi­leg á vef Mos­fells­bæj­ar, mos.is, Skipu­lags­gátt­inni, Lög­birt­inga­blað­inu og Mos­fell­ingi. At­huga­semda­frest­ur var frá 27.06.2024 til og með 12.08.2024. Um­sögn barst frá Minja­stofn­un Ís­lands, dags. 08.03.2024 og 18.07.2024, Gað­ari Þ. Garð­ars­syni, dags. 08.08.2024 og Heil­brigðis­eft­ir­lit­inu HEF, dags. 12.08.2024.

        Af­greiðsla 615. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 856. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 6. september 2024

          Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #615

          Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 612. fundi sín­um að kynna til­lögu deili­skipu­lags vegna frí­stunda­lóð­ar að Króka­tjörn, sam­ræmi við 40. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an sýn­ir upp­skipt­ingu lands í fjór­ar frí­stunda­húsa­lóð­ir um 0,6 ha. hver, í sam­ræmi við ákvæði gild­andi að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030. Að­koma er um einka­vegi frá Nesja­valla­vegi. Til­lag­an var aug­lýst og gögn gerð að­gengi­leg á vef Mos­fells­bæj­ar, mos.is, Skipu­lags­gátt­inni, Lög­birt­inga­blað­inu og Mos­fell­ingi. At­huga­semda­frest­ur var frá 27.06.2024 til og með 12.08.2024. Um­sögn barst frá Minja­stofn­un Ís­lands, dags. 08.03.2024 og 18.07.2024, Gað­ari Þ. Garð­ars­syni, dags. 08.08.2024 og Heil­brigðis­eft­ir­lit­inu HEF, dags. 12.08.2024.

          Um­sagn­ir og at­huga­semd­ir lagð­ar fram til kynn­ing­ar. Þar sem at­huga­semd­ir varða deili­skipu­lag­ið ekki efn­is­lega sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með fjór­um at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi deili­skipu­lagstil­lögu. Upp­færsla hef­ur þó ver­ið gerð á texta þar sem veg­helg­un er lýst sem leið­bein­andi. Deili­skipu­lag­ið skal hljóta af­greiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og sent Skipu­lags­stofn­un til yf­ir­ferð­ar.

        • 5. júní 2024

          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #852

          Borist hef­ur er­indi frá Her­manni Georg Gunn­laugs­syni, f.h. land­eig­anda að L125210, með ósk um heim­ild til deili­skipu­lags­gerð­ar fyr­ir frí­stundalóð við Króka­tjörn. Hjá­lögð til­laga sýn­ir upp­skipt­ingu lands í fjór­ar frí­stunda­húsa­lóð­ir um 0,6 ha. hver, í sam­ræmi við ákvæði gild­andi að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030. Að­koma er um einka­vegi frá Nesja­valla­vegi.

          Af­greiðsla 612. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 852. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

          • 31. maí 2024

            Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #612

            Borist hef­ur er­indi frá Her­manni Georg Gunn­laugs­syni, f.h. land­eig­anda að L125210, með ósk um heim­ild til deili­skipu­lags­gerð­ar fyr­ir frí­stundalóð við Króka­tjörn. Hjá­lögð til­laga sýn­ir upp­skipt­ingu lands í fjór­ar frí­stunda­húsa­lóð­ir um 0,6 ha. hver, í sam­ræmi við ákvæði gild­andi að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030. Að­koma er um einka­vegi frá Nesja­valla­vegi.

            Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að nýtt deili­skipu­lag skuli aug­lýst skv. 40. og 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an skal kynnt á vef sveit­ar­fé­lags­ins mos.is, Skipu­lags­gátt­inni, Mos­fell­ingi, Lög­birt­inga­blað­inu og með kynn­ing­ar­bréf­um.