Mál númer 202405259
- 14. mars 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #627
Lögð er fram til kynningar breytt tillaga deiliskipulagsbreytingar, eftir auglýsingu og samþykkt, fyrir frístundabyggð að L125210 Úr landi Miðdals við Krókatjörn. Tillögunni var breytt eftir athugasemdir og umsögn skipulagsstofnunar dags. 26.09.2024. Ný tillaga sýnir fimm frístundahúsalóðir, allar stærri en 5000 m², með byggingarheimildir upp að 130 m² samkvæmt gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, rými í lokunarflokkum A og B í samræmi við skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Fyrirliggjandi er samþykki aðliggjandi landeigenda um aðkomu.
Lagt fram.
- 26. febrúar 2025
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #89
Lögð er fram til kynningar breytt tillaga deiliskipulagsbreytingar, eftir auglýsingu og samþykkt, fyrir frístundabyggð að L125210 Úr landi Miðdals við Krókatjörn. Tillögunni var breytt eftir athugasemdir og umsögn skipulagsstofnunar dags. 26.09.2024. Ný tillaga sýnir fimm frístundahúsalóðir, allar stærri en 5000 m², með byggingarheimildir upp að 130 m² samkvæmt gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, rými í lokunarflokkum A og B í samræmi við skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Fyrirliggjandi er samþykki aðliggjandi landeigenda um aðkomu.
Í samræmi við afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga og gögn skulu aðgengileg í Skipulagsgáttinni og á vef Mosfellsbæjar, mos.is. Auk þess skal tillaga send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum fasteigna og landa.
- 11. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #856
Skipulagsnefnd samþykkti á 612. fundi sínum að kynna tillögu deiliskipulags vegna frístundalóðar að Krókatjörn, samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan sýnir uppskiptingu lands í fjórar frístundahúsalóðir um 0,6 ha. hver, í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030. Aðkoma er um einkavegi frá Nesjavallavegi. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi. Athugasemdafrestur var frá 27.06.2024 til og með 12.08.2024. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands, dags. 08.03.2024 og 18.07.2024, Gaðari Þ. Garðarssyni, dags. 08.08.2024 og Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 12.08.2024.
Afgreiðsla 615. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 856. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #615
Skipulagsnefnd samþykkti á 612. fundi sínum að kynna tillögu deiliskipulags vegna frístundalóðar að Krókatjörn, samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan sýnir uppskiptingu lands í fjórar frístundahúsalóðir um 0,6 ha. hver, í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030. Aðkoma er um einkavegi frá Nesjavallavegi. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi. Athugasemdafrestur var frá 27.06.2024 til og með 12.08.2024. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands, dags. 08.03.2024 og 18.07.2024, Gaðari Þ. Garðarssyni, dags. 08.08.2024 og Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 12.08.2024.
Umsagnir og athugasemdir lagðar fram til kynningar. Þar sem athugasemdir varða deiliskipulagið ekki efnislega samþykkir skipulagsnefnd með fjórum atkvæðum fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu. Uppfærsla hefur þó verið gerð á texta þar sem veghelgun er lýst sem leiðbeinandi. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.
- 5. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #852
Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni, f.h. landeiganda að L125210, með ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar fyrir frístundalóð við Krókatjörn. Hjálögð tillaga sýnir uppskiptingu lands í fjórar frístundahúsalóðir um 0,6 ha. hver, í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030. Aðkoma er um einkavegi frá Nesjavallavegi.
Afgreiðsla 612. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 852. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 31. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #612
Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni, f.h. landeiganda að L125210, með ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar fyrir frístundalóð við Krókatjörn. Hjálögð tillaga sýnir uppskiptingu lands í fjórar frístundahúsalóðir um 0,6 ha. hver, í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030. Aðkoma er um einkavegi frá Nesjavallavegi.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að nýtt deiliskipulag skuli auglýst skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt á vef sveitarfélagsins mos.is, Skipulagsgáttinni, Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu og með kynningarbréfum.