Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202001379

  • 5. febrúar 2020

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #753

    Kynn­ing innri end­ur­skoð­anda Reykja­vík­ur­borg­ar á skýrslu sinni.

    Af­greiðsla 1430. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 753. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M- lista sit­ur hjá.

    Bók­un C- og S- lista:
    Skýrsla Innri end­ur­skoð­un­ar Reykja­vík­ur vegna fram­kvæmda við gas- og jarð­gerð­ar­stöð SORPU bs leið­ir í ljós mikla veik­leika í stjórn­un fyr­ir­tæk­is­ins. Áætl­un­ar­gerð var í skötu­líki og eft­ir­lit virk­aði ekki.

    Tek­ið er und­ir með skýrslu­höf­und­um um að lög um skip­an op­in­berra fram­kvæmda eigi ætíð að vera höfð til hlið­sjón­ar við stór­ar fram­kvæmd­ir á veg­um byggð­ar­sam­laga í eigu sveit­ar­fé­laga.

    Mik­il­vægt er að eig­end­ur SORPU,sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, bregð­ist við þess­ari skýrslu með því að læra af mis­tök­un­um sem gerð hafa ver­ið með því að bæta stjórn­ar­hætti byggð­ar­sam­laga, auka gagn­sæi, skerpa lýð­ræð­is­legt um­boð og efla eft­ir­lits­tæki eig­enda til þess að tryggja al­manna­hags­muni.

    Bæj­ar­full­trú­ar Við­reisn­ar og Sam­fylk­inga kall­ar því eft­ir því að á vett­vangi SSH verði hafin end­ur­skoð­un á stjórn­un byggð­ar­sam­laga sem fyrst sem miði að því að gera hana skil­virk­ari og fag­legri.. Mik­il­vægt er að leita að breiðri póli­tískri sam­stöðu í þeirri vinnu.

    Bæj­ar­full­trúi L- lista tek­ur und­ir bók­un C- og S- lista.

    Bók­um M- lista:
    Full­trúi Mið­flokks­ins í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar þyk­ir mið­ur að innri end­ur­skoð­un Reykja­vík­ur­borg­ar (IER) hafi gef­ið út í des­em­ber 2019 skýrslu um Sorpu BS sem er jafn illa unn­in og röng sem raun ber vitni. Hún virð­ist gerð með áeggj­an um að fram­kvæma póli­tíska og hugs­an­lega per­sónu­lega árás á ákveðna ein­stak­linga að ósekju. Ekki er gert ráð fyr­ir að stór­um fjár­hæð­um yrði kom­ið fyr­ir með rétt­um hætti og það gert af hálfu eig­enda­hóps Sorpu og stjórn­ar sem reynd­ar fer með ábyrgð á fram­kvæmd­inni (sbr. árétt­ingu á bls. 37 í fram­an­greindri skýrslu). Ekki er séð í þess­ari skýrslu að haft hafi ver­ið sam­band við innri end­ur­skoð­anda Sorpu eða að­ila í stjórn sem þar sátu þeg­ar ákvarð­an­ir voru tekn­ar á árum áður. Það sem ætti nú við er að stjórn Sorpu segði öll af sér og eig­enda­hóp­ur byggð­ar­sam­lags­ins hug­uðu að stöðu sinni og ábyrgð. Það er þyngra en tár­um taki að sjá fram­gang stjórn­ar og eig­enda Sorpu þar sem mark­mið­ið er að hengja bak­ara fyr­ir smið í þessu máli öllu sam­an. Í stýri­hópn­um sat bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar og fund­aði sá hóp­ur að­eins tvisvar á ára­bil­inu 2017 til og með 2019 þrátt fyr­ir áform um að funda mán­að­ar­lega. Hluta úr skýrslu IER hef­ur bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar mót­mælt á þess­um bæj­ar­stjórn­ar­fundi með vís­an í ný­legt er­indi frá SSH sem vek­ur marg­ar áleitn­ar spurn­ing­ar. Sterk­ar lík­ur eru á meiri­hátt­ar vangá og tóm­læti að ræða af hálfu bæja­stjóra Mos­fells­bæj­ar sem sat fh. bæj­ar­ins í fram­an­greind­um stýri­hóp ásamt öðr­um sem bera mikla ábyrgð í mál­inu. Reikna má með því að fram­an­greind­ir að­il­ar verði látn­ir bera sína póli­tísku ábyrgð þó síð­ar verði.

    Bók­un V- og D- lista:
    Það var und­ir for­ustu stjórn­ar Sorpu að út­tekt var gerð á fram­kvæmd­um við gas- og jarð­gerð­ar­stöð og starf­semi fé­lags­ins þeg­ar í ljós kom veru­leg framúr­keyrsla við bygg­ingu gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar­inn­ar í júní 2018. Stjórn Sorpu fékk Innri end­ur­skoð­un Reykja­vík­ur­borg­ar til þess að gera út­tekt á verk­inu og fé­lag­inu sem hef­ur leitt í ljós að upp­lýs­inga­gjöf til stjórn­ar var veru­lega ábóta­vant.

    Við telj­um að að stjórn Sorpu hafi brugð­ist rétt við þeirri stöðu sem upp kom, og lýs­um við full­um stuðn­ingi við stjórn Sorpu, eig­enda­vett­vang SSH og bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar í þessu máli.

    • 30. janúar 2020

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1430

      Kynn­ing innri end­ur­skoð­anda Reykja­vík­ur­borg­ar á skýrslu sinni.

      Full­trú­ar innri end­ur­skoð­anda Reykja­vík­ur­borg­ar kynntu skýrslu innri end­ur­skoð­anda Reykja­vík­ur­borg­ar og svör­uðu spurn­ing­um bæj­ar­ráðs um efni henn­ar.

      Bók­un C- lista:
      Skýrsla Innri end­ur­skoð­un­ar Reykja­vík­ur leið­ir í ljós ágalla á stjórn­un Sorpu. Tek­ið er und­ir með henni að lög um skip­an op­in­berra fram­kvæmda eigi ætíð að vera höfð til hlið­sjón­ar við stór­ar fram­kvæmd­ir á veg­um byggða­sam­lags í eigu sveit­ar­fé­laga.

      Þrátt fyr­ir að skip­að­ir væru rýni­hóp­ur Sorpu, stýri­hóp­ur eig­anda og rýni­hóp­ur fjár­mála­stjóra gáf­ust all­ir þess­ir hóp­ar upp á eft­ir­lits­hlut­verk­inu sem þeir áttu að sinna fyr­ir stjórn­end­ur Sorpu, stjórn og eig­enda­vett­vang sem skip­að­ur er borg­ar­stjóra og bæj­ar­stjór­um.

      Sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þurfa að bregð­ast við þess­ari skýrslu með nýj­um og bætt­um vinnu­brögð­um fyr­ir­tækja í þeirra eigu sem byggja á gagn­sæi og tryggja al­manna­hags­muni íbú­anna.

      Bæj­ar­full­trúi Við­reisn­ar kall­ar eft­ir því að hafin verði vinna við end­ur­skoð­un á stjórn­un byggð­ar­sam­laga inn­an SSH sem miði að því að gera hana skil­virk­ari og fag­legri.

      Bók­un D- og V- lista:
      Það var und­ir for­ustu stjórn­ar Sorpu að út­tekt var gerð á fram­kvæmd­um við gas- og jarð­gerð­ar­stöð og starf­semi fé­lags­ins þeg­ar í ljós kom veru­leg framúr­keyrsla við bygg­ingu gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar­inn­ar í júní 2018. Stjórn Sorpu fékk Innri end­ur­skoð­un Reykja­vík­ur­borg­ar til þess að gera út­tekt á verk­inu og fé­lag­inu sem hef­ur leitt í ljós að upp­lýs­inga­gjöf til stjórn­ar var veru­lega ábóta­vant.

      Stjórn Sorpu fékk reglu­lega fram­vindu­skýrsl­ur sem áttu að sýna heild­ar­stöðu verks­ins þ.m.t. kostn­að sem til er fall­inn á hverj­um tíma. Skýrsl­urn­ar gáfu hins veg­ar ekki rétta mynd af heild­ar­kostn­aði verks­ins og eins og seg­ir í skýrslu Innri end­ur­skoð­un­ar: Að mati Innri end­ur­skoð­un­ar verð­ur al­var­leg­ur mis­brest­ur í upp­lýs­inga­gjöf fram­kvæmda­stjóra til stjórn­ar þeg­ar Mann­vit legg­ur fram nýja áætlun að­eins mán­uði eft­ir að fimm ára áætlun SORPU 2019- 2023 er sam­þykkt af stjórn í októ­ber 2018 sem er 500 m.kr. hærri en stjórn hafði ráð­gert. Stjórn var aldrei upp­lýst um hina nýju áætlun né kom hún til um­fjöll­un­ar á vett­vangi henn­ar.

      Við telj­um að að stjórn Sorpu hafi brugð­ist rétt við þeirri stöðu sem upp kom varð­andi fram­kvæmd­ir við gas- og jarð­gerð­ar­stöð og þann skort á upp­lýs­ing­um sem stjórn­in stóð frammi fyr­ir frá stjórn­end­um fé­lags­ins og lýs­um við full­um stuðn­ingi við stjórn­ina í þessu máli.