Mál númer 201910241
- 15. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #759
Samningur við Vegagerðina (breytingar á kostnaðarskiptingu) og uppfærð kostnaðarsáætlun.
Haraldur Sverrisson vék sæti undir þessum dagskrárlið.
Bókun bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar fagnar því að samningar um tvöföldun Vesturlandsvegar séu í höfn og að framkvæmdir muni hefjast von bráðar.Afgreiðsla 1438. fundar bæjarráðs samþykkt á 759. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 15. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #759
Samningur við Vegagerðina auk minnisblaðs um gerðar breytingar.
Afgreiðsla 1437. fundar bæjarráðs samþykkt á 759. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. apríl 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1438
Haraldur Sverrisson tók ekki þátt í fundinum vegna þessa dagskrárliðar.Samningur við Vegagerðina (breytingar á kostnaðarskiptingu) og uppfærð kostnaðarsáætlun.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að undirrita samning við Vegagerðina eins og hann liggur fyrir á fundinum.
- 2. apríl 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1437
Bæjarstjóri víkur af fundi undir rekstri málsins.Samningur við Vegagerðina auk minnisblaðs um gerðar breytingar.
Afgreiðslu málsins frestað. Sé ástæða til verður boðað til aukafundar til afgreiðslu þess.
- 1. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #758
Farið yfir stöðu samningaviðræðna við Vegagerðina.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins telur ekki hæfa að bæjarstjóri riti undir samning þar sem um er að ræða samning þar sem 3. aðili og venslamaður bæjarstjórans og bæjarfulltrúans Haraldar Sverrissonar er tilgreindur í þeim samningi þrátt fyrir að vísað sé til annars samnings þar að lútandi.Bókun bæjarstjóra:
Samningur við Vegagerðina vegna þessa máls hefur verið til umræðu í bæjarráði oftar en einu sinni og ekki hefur áður verið gerður ágreiningur um hæfi bæjarstjóra. Í máli þessu hefur bæjarstjóri unnið af heilindum í að gæta hagsmuna bæjarins, bæjarbúa og þeirra sem fara um Vesturlandsveg. Það kemur því á óvart að gerðar séu athugasemdir við hæfi bæjarstjóra á þessu stigi málsins. Í ljósi þeirrar umræðu sem farið hefur fram á þessum bæjarstjórnarfundi þar sem vegið hefur verið ómaklega að bæjarstjóra og málefnum fjölskyldu hans lýsir bæjarstjóri því yfir að hann muni ekki taka frekari þátt í meðferð þessa máls. Um er að ræða mikilvægt hagsmunamál og ekki í boði að önnur allsendis óskyld mál blandist inn í afgreiðslu þess.Fulltrúar í meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar Ásgeir Sveinsson, Rúnar Bragi Guðlaugsson, Kolbrún Þorsteinsdóttir og Bjarki Bjarnason taka undir bókun bæjarstjóra og lýsa yfir fullum stuðningi við störf hans í þessu máli um samning Vegagerðarinnar við Mosfellsbæ um tvöföldun Vesturlandsvegar. Bæjarstjóri hefur lagt mjög mikla vinnu í að koma þessari mikilvægu samgöngubót í höfn og er það mjög ómaklegt af fulltrúum M- og L- lista í minnihluta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar að blanda óskyldum málum inn í afgreiðslu þess.
Bæjarstjóri víkur af fundinum.
Bókun M- og L- lista:
Bæjarfulltrúar Miðflokksins og Vina Mosfellsbæjar árétta að hér er um mikilvægt verkefni að ræða og skynsamlegt fyrir bæði framgang verkefnisins og afgreiðslu þess að enginn vafi leiki á að það nái fram að ganga. Því bera að fagna að bæjarstjóri segi sig frá málinu.Afgreiðsla 1436. fundar bæjarráðs samþykkt á 758. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 1. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #758
Farið yfir stöðu samningaviðræðna við Vegagerðina.
- 26. mars 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1436
Farið yfir stöðu samningaviðræðna við Vegagerðina.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita framlögð drög að samningi með þeirri breytingu þó að kostnaðarskipting vegna verkliðar 8.03 verði 50% Mosfellsbær og 50% Vegagerðin þar til úr ágreiningi hefur verið leyst með endanlegum hætti. Þá er einnig gerður fyrirvari um að tekið verði fullnægjandi tillit til breytinga lögmanns Mosfellsbæjar á Fylgiskjali I sem ætlað er að afmarka ágreining aðila.
- 19. febrúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #754
Frestað frá síðasta fundi. Farið yfir stöðu samningaviðræðna við Vegagerðina
Afgreiðsla 1431. fundar bæjarráðs samþykkt á 754. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltrúi M-lista situr hjá.
- 6. febrúar 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1431
Frestað frá síðasta fundi. Farið yfir stöðu samningaviðræðna við Vegagerðina
Eftirfarandi bókun samþykkt með 3 atkvæðum: Mosfellsbær getur ekki undir nokkrum kringumstæðum samþykkt að hljóðkort VSÓ sé grundvöllur kostnaðarskiptingar við hljóðvarnir við tvöföldun Vesturlandsvegar enda byggir það á þeim röngu forsendum að bæði Borgarlína í Mosfellsbæ og Sundabraut verði komin í gagnið árið 2030 auk þess sem hljóðvarnir væru þá ekki fullnægjandi frá því að verkinu lyki og til þess tíma.
Mosfellsbær minnir á að tvöföldun Vesturlandsvegar er á bæði núgildandi samgönguáætlun sem og á þeirri sem nú er til umræðu á Alþingi. Til viðbótar þá er þetta verk fyrsti liður í nýundirrituðu samkomulagi ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum. Mosfellsbær krefst þess að staðið verði við samgönguáætlun og nýundirritaðan samgöngusáttmála.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að ná samkomulagi við Vegagerðina um afmörkun ágreinings til þess að unnt verði að hefja framkvæmdir óháð honum.
- 5. febrúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #753
Farið yfir stöðu samningaviðræðna við Vegagerðina
Afgreiðsla 1430. fundar bæjarráðs samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 30. janúar 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1430
Farið yfir stöðu samningaviðræðna við Vegagerðina
Frestað sökum tímaskorts.
- 11. desember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #751
Staða samningaviðræðna við vegagerðina kynnt.
Afgreiðsla 1424. fundar bæjarráðs samþykkt á 751. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 5. desember 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1424
Staða samningaviðræðna við vegagerðina kynnt.
Bókun bæjarráðs samþykkt með 3 atkvæðum: Bæjarráð harmar afstöðu Vegagerðarinnar til hljóðvistar við Vesturlandsveg og ítrekar lagaskyldu Vegagerðarinnar til að standa straum af öllum kostnaði við allar hljóðvarnir þar sem vegurinn var í öndverðu lagður að eldri byggð. Bæjarráð ítrekar mikilvægi verkefnisins og hvetur Vegagerðina til að valda ekki frekari töfum á nauðsynlegri tvöföldun Vesturlandsvegar með afstöðu sinni.