Mál númer 201905159
- 13. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #761
Lagt fyrir bæjarráð minnisblað umhverfissviðs vegna uppbyggingar á Æsustaðalandi.
Afgreiðsla 1441. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 30. apríl 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1441
Lagt fyrir bæjarráð minnisblað umhverfissviðs vegna uppbyggingar á Æsustaðalandi.
Samþykkt með þremur atkvæðum bæjarráðs að fela lögmanni bæjarins og skipulagsfulltrúa að ræða við málsaðila og gera þeim grein fyrir að þau sjónarmið sem fram koma í minnisblaði varðandi fjárhagslega þætti og drög að deiliskipulagi og þurfi að vera uppfyllt til þess að af gerð samkomulags geti orðið.
- 29. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #760
Lagt fyrir bæjarráð minnisblað umhverfissviðs vegna uppbyggingar á Æsustaðalandi
Afgreiðsla 1440. fundar bæjarráðs samþykkt á 760. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #760
Lagt fyrir bæjarráð minnisblað umhverfissviðs vegna uppbyggingar á Æsustaðalandi
Afgreiðsla 1440. fundar bæjarráðs samþykkt á 760. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. apríl 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1440
Lagt fyrir bæjarráð minnisblað umhverfissviðs vegna uppbyggingar á Æsustaðalandi
Frestað sökum tímaskorts.
- 5. febrúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #753
Fyrir liggur deiliskipulagstillaga sem umsækjendur hafa látið vinna. Taka þarf afstöðu til uppbyggingar á umræddu svæði s.s. aðkoma að lóðum og uppbyggingu veitna.
Afgreiðsla 508. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. janúar 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #508
Fyrir liggur deiliskipulagstillaga sem umsækjendur hafa látið vinna. Taka þarf afstöðu til uppbyggingar á umræddu svæði s.s. aðkoma að lóðum og uppbyggingu veitna.
Gerð samkomulags um mögulega uppbyggingu á Æsustaðalandi er vísað til bæjarráðs vegna aðkomu, veitna og annarrar innviðauppbyggingar.
- 11. desember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #751
Á 501. fundi skipulagsnefndar 8. nóvember 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins." Lögð fram tillaga að deiliskipulagi.
Afgreiðsla 503. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 751. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 6. desember 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #503
Á 501. fundi skipulagsnefndar 8. nóvember 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins." Lögð fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að funda með landeiganda og skipulagsráðgjöfum, m.a. varðandi aðkomu og innviði svæðisins.
- 13. nóvember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #749
Á 490. fundi skipulagsnefndar 19. júlí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna og afla umsagna. Samþykkt með fimm atkvæðum." Lagðar fram umsagnir umsagnaraðila.
Afgreiðsla 501. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 749. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. nóvember 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #501
Á 490. fundi skipulagsnefndar 19. júlí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna og afla umsagna. Samþykkt með fimm atkvæðum." Lagðar fram umsagnir umsagnaraðila.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins.
- 2. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #746
Kynning á skipulagslýsingu fyrir spildur úr landi Æsustaða. Skipulagsnefnd samþykkti á 490. fundi sínum þann 19.júní 2019 að senda deiliskipulagslýsingu fyrir spildur úr landi Æsustaða til umsagnar umhverfisnefndar í samræmi við skipulagslög.
Afgreiðsla 203. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 746. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. september 2019
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #203
Kynning á skipulagslýsingu fyrir spildur úr landi Æsustaða. Skipulagsnefnd samþykkti á 490. fundi sínum þann 19.júní 2019 að senda deiliskipulagslýsingu fyrir spildur úr landi Æsustaða til umsagnar umhverfisnefndar í samræmi við skipulagslög.
Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi kom á fundinn og kynnti málið.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að vinna við deiliskipulag svæðisins taki mið af hverfisvernd og umhverfismálum í heild. - 15. ágúst 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1408
Á 485. fundi skipulagsnefndar 29. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að hefja vinnu við gerð deiliskipulags sem hefst með gerð skipulagslýsingar sbr. 40. gr. skipulagslaga." Lögð fram skipulagslýsing.
Afgreiðsla 490. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1408. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 19. júlí 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #490
Á 485. fundi skipulagsnefndar 29. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að hefja vinnu við gerð deiliskipulags sem hefst með gerð skipulagslýsingar sbr. 40. gr. skipulagslaga." Lögð fram skipulagslýsing.
Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna og afla umsagna. Samþykkt með fimm atkvæðum.
- 29. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #740
Borist hefur erindi frá Þóri Garðarssyni og Sigurdóri Sigurðssyni dags. 10. maí 2019 varðandi ósk um gerð deiliskipulags á Æsustaðalandi.
Afgreiðsla 485. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 740. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. maí 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #485
Borist hefur erindi frá Þóri Garðarssyni og Sigurdóri Sigurðssyni dags. 10. maí 2019 varðandi ósk um gerð deiliskipulags á Æsustaðalandi.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að hefja vinnu við gerð deiliskipulags sem hefst með gerð skipulagslýsingar sbr. 40. gr. skipulagslaga.