Mál númer 201901121
- 5. febrúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #753
Ósk um staðfestingu Mosfellsbæjar á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 /málsnr. 1712001
Afgreiðsla 508. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Bæjarfulltrúar M- og L- lista greiða atkvæði gegn afgreiðslunni.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins í bæjastjórn Mosfellsbæjar tekur undir bókun fulltrúa M-, og L-lista í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar varðandi Sundabraut.
- 31. janúar 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #508
Ósk um staðfestingu Mosfellsbæjar á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 /málsnr. 1712001
Stefán Ómar Jónsson fulltrúi L lista í skipulagsnefnd Jón Pétursson fulltrúi M lista í skipulagsnefnd leggja fram eftirfarandi tillögu um viljayfirlýsingu vegna lagningu og legu Sundabrautar:
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkir að beina því til bæjarstjórnar, að bæjarstjóra verði nú þegar falið, að kanna hjá sveitarfélögunum sem aðild eiga að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, hvort þau ásamt ríkisvaldinu séu tilbúin til þess að gera með sér viljayfirlýsingu um lagningu og legu Sundabrautar.
Tillaga þessi hvílir á þegar gerðum samþykktum skipulagsnefndar (497. fundur), bæjarstjórnar (747. fundur) og bæjarráðs (1429. fundur), sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 (bls. 34), sem allar lúta að því að Sundabraut komist á dagskrá sem fyrst. Tillagan ætti því að vera auðsamþykkt.
Skipulagsnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu svæðisskipulagsins á meðan að bæjarstjóri kannar afstöðu sveitarfélaganna og ríkisvaldsins til gerðar fyrrnefndrar viljayfirlýsingar.
(Tillögu þessari fylgir greinargerð og drög að texta viljayfirlýsingar.)Tillagan er felld af meirhluta D og V lista þar sem Sundabraut er ekki hluti af breytingu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2040.
Bókun Fulltrúa L- og M lista: Fulltrúar L- og M lista í skipulagsnefnd benda á að málefni Sundabrautar eru samofnin þeim viljayfirlýsingum og skýrslum sem hafa verið gerðar varðandi samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu eins og fram kemur í greinargerð með tillögu þeirri sem nú hefur verið felld.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar staðfestir fyrirliggjandi breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðið 2040 þar sem vaxatarmörk á Álfsnesi eru færð út. Samþykkt með þremur atkvæðum D og V lista, fulltrúar L og M lista greiða atkvæði á móti.
- Fylgiskjal1. A1234-100-U01-Svæðisskipulag-VaxtarmörkÁlfsnes-til staðfestingar.pdfFylgiskjal2. A1234-101-D02-Álfsnes-Umhverfisskýrsla til staðfestingar.pdfFylgiskjal3. A1234-103-U01-Svæðisskipulag-umsagnir og svör.pdfFylgiskjal4. Umsagnir-7.pdfFylgiskjalLokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 /málsnr 1712001 -MOS.pdfFylgiskjalLokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 -MOS.pdfFylgiskjalViljayfirlýsing Sundabraut.pdf
- 6. febrúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #732
Á 475. fundi skipulagsnefndar 11. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins á málinu." Hrafnkell Proppe svæðisskipulagsstjóri mætti á 476. fund nefndar þar fór fram kynning og umræður urðu um málið.
Afgreiðsla 477. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 732. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. febrúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #732
Á 475. fundi skipulagsnefndar 11. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins á málinu." Hrafnkell Proppe svæðisskipulagsstjóri mætti á fundinn.
Afgreiðsla 476. fundar sipulagsnefndar samþykkt á 732. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. febrúar 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #477
Á 475. fundi skipulagsnefndar 11. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins á málinu." Hrafnkell Proppe svæðisskipulagsstjóri mætti á 476. fund nefndar þar fór fram kynning og umræður urðu um málið.
Skipulagsnefnd samþykkir, í samræmi við 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga, tillöguna með fjórum atkvæðum. Fulltrúi M lista situr hjá
- 25. janúar 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #476
Á 475. fundi skipulagsnefndar 11. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins á málinu." Hrafnkell Proppe svæðisskipulagsstjóri mætti á fundinn.
Kynning, umræður um málið.
- 16. janúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #731
Borist hefur erindi frá SSH dags. 7. janúar 2018 varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Afgreiðsla 475. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 731. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. janúar 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #475
Borist hefur erindi frá SSH dags. 7. janúar 2018 varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins á málinu.