Mál númer 202202161
- 4. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #804
Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum að kynna breytingu á deiliskipulagi leikskólalóðarinnar Vefarastrætis 2-6 í Helgafellshverfi. Breytingin var kynnt í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi og á vef Mosfellsbæjar. Athugasemdafrestur var frá 24.02.2022 til og með 04.04.2022. Athugasemdir bárust frá Gunnari Þór Þórðarsyni og Ingu Hallsteinsdóttur, dags. 24.03.2022, Ástbjörgu Jónsdóttur, dags. 31.03.2022, Önnu Margréti Bjarnadóttur, dags. 03.04.2022 og Sighvati Halldórssyni, dags. 04.04.2022. Hjálögð eru drög að svörun athugasemda, hljóðvistarrýni og uppfærð deiliskipulagsgögn þar sem byggingarreitir hafa verið aðlagaðir og skýringarmyndir unnar.
Afgreiðsla 564. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. apríl 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #564
Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum að kynna breytingu á deiliskipulagi leikskólalóðarinnar Vefarastrætis 2-6 í Helgafellshverfi. Breytingin var kynnt í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi og á vef Mosfellsbæjar. Athugasemdafrestur var frá 24.02.2022 til og með 04.04.2022. Athugasemdir bárust frá Gunnari Þór Þórðarsyni og Ingu Hallsteinsdóttur, dags. 24.03.2022, Ástbjörgu Jónsdóttur, dags. 31.03.2022, Önnu Margréti Bjarnadóttur, dags. 03.04.2022 og Sighvati Halldórssyni, dags. 04.04.2022. Hjálögð eru drög að svörun athugasemda, hljóðvistarrýni og uppfærð deiliskipulagsgögn þar sem byggingarreitir hafa verið aðlagaðir og skýringarmyndir unnar.
Athugasemdir lagðar fram til kynningar. Að teknu tilliti til athugasemda og með viðbótargögnum er skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum í samræmi við fyrirliggjandi drög. Deiliskipulagið er samþykkt og skal það síðan hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt upplýsist að umhverfissviði verður falið að eiga samráð við lóðarhafa aðliggjandi lóða um frágang sameiginlegra lóðarmarka.
Bókun Jóns Péturssonar fulltrúa M-lista Miðflokks: Fulltrúi Miðflokksins samþykkir deiliskipulagsnreytinguna en hefði kosið að breyttar forsendur hönnunar hefðu verið kynntar fyrir íbúum áður en deilskiskipulagsbreytingin var auglýst.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 23. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #799
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Vefarastræti 2-6 þar sem byggingarreitur er stækkaður og fallið er frá göngustíg vestan lóðar.
Afgreiðsla 559. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 799. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. febrúar 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #559
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Vefarastræti 2-6 þar sem byggingarreitur er stækkaður og fallið er frá göngustíg vestan lóðar.
Skipulagsnefnd samþykkir að kynna og auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.