Mál númer 202204424
- 4. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #804
Staða á vinnu við úthlutun leikskólaplássa vorið 2022. Minnisblað verkefnastjóra frá lagt fyrir.
Afgreiðsla 405. fundar fræðslunefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. apríl 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #405
Staða á vinnu við úthlutun leikskólaplássa vorið 2022. Minnisblað verkefnastjóra frá lagt fyrir.
Þann 1. apríl var búið að bjóða öllum börnum, sem fædd eru í ágúst 2021 eða fyrr, leikskólapláss í leikskólum Mosfellsbæjar. Umsóknir sem berast eftir 1. apríl eru skoðaðar í upphafi hvers mánaðar. Gert er ráð fyrir að í kringum 830 börn verði í leikskólum Mosfellsbæjar næsta skólaár. Dagforeldrar bjóða einnig dagvistunarpláss sem og bjóðast pláss í einkareknum leikskólum.