Mál númer 202204217
- 29. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #808
Borist hefur tillaga að deiliskipulagsbreytingu til kynningar og afgreiðslu fyrir frístundalóð við Selvatn í samræmi við samþykkt á 564. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 568. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 808. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. júní 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #568
Borist hefur tillaga að deiliskipulagsbreytingu til kynningar og afgreiðslu fyrir frístundalóð við Selvatn í samræmi við samþykkt á 564. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna þó óverulega með tilliti til aðalskipulags auk gildandi deiliskipulags og ákvæða þess. Aðeins er um uppskiptingu lóðar að ræða. Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd aðeins landeigenda sjálfan hagsmunaaðila máls. Skipulagsnefnd ákveður því að falla frá kröfum um grenndarkynningu sömu málsgreinar. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 4. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #804
Borist hefur erindi frá Bjarka Sigurjónssyni, dags. 08.04.2022, með ósk um skiptingu deiliskipulagðrar frístundalóðar við Krókatjörn í samræmi við gögn.
Afgreiðsla 564. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. apríl 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #564
Borist hefur erindi frá Bjarka Sigurjónssyni, dags. 08.04.2022, með ósk um skiptingu deiliskipulagðrar frístundalóðar við Krókatjörn í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.