Mál númer 202105157
- 10. júní 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #567
Sigurdór Sigurðsson Vindóli sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu opna 135,1 m² tækjageymslu á lóðinni Vindhóll í samræmi við framlögð gögn.
Lagt fram.
- 4. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #804
Sigurdór Sigurðsson Vindóli sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu opna 135,1 m² tækjageymslu á lóðinni Vindhóll í samræmi við framlögð gögn.
Afgreiðsla 469. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 804. fundi bæjarstjórnar.
- 27. apríl 2022
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #469
Sigurdór Sigurðsson Vindóli sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu opna 135,1 m² tækjageymslu á lóðinni Vindhóll í samræmi við framlögð gögn.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
- 1. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #788
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, er byggingarfulltrúa heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Málsaðili skal greiða kostnað grenndarkynningar.
Afgreiðsla 54. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 788. fundi bæjarstjórnar.
- 27. ágúst 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #548
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, er byggingarfulltrúa heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Málsaðili skal greiða kostnað grenndarkynningar.
Lagt fram.
- 18. ágúst 2021
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #54
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, er byggingarfulltrúa heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Málsaðili skal greiða kostnað grenndarkynningar.
Skipulagsnefnd samþykkti á 544. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform fyrir skýli við Vindhól í Mosfellsdal, skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdin er innan hverfisverndar og hlaut umsögn Umhverfisnefndar Mosfellsbæjar án athugasemda. Bréf grenndarkynningar voru send á aðliggjandi landeigendur. Athugasemdafrestur var frá 28.06.2021 til og með 30.07.2021. Engar athugasemdir bárust.
- 30. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #786
Erindi frá Sigurdóri Sigurðssyni fyrir byggingarleyfi á opnu skýli við Vindhól. Byggingin fellur að landi en er innan hverfisverndar Suðurár.
Afgreiðsla 220. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. júní 2021
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #220
Erindi frá Sigurdóri Sigurðssyni fyrir byggingarleyfi á opnu skýli við Vindhól. Byggingin fellur að landi en er innan hverfisverndar Suðurár.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið en minnir á reglur um framkvæmdir á hverfisverndarsvæðum í Mosfellsbæ.
- 2. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #784
Sigurdór Sigurðsson Vindhóli sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu opna tækjageymslu á lóðinni Vindhóli í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 144,0 m², 469,0 m³.
Afgreiðsla 437. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 784. fundi bæjarstjórnar.
- 2. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #784
Borist hefur umsókn frá Sigurdóri Sigurðssyni, dags. 14.05.2021, fyrir byggingarleyfi á opnu skýli við Vindhól. Byggingin fellur að landi en er innan hverfisverndar Suðurár. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 437. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Afgreiðsla 544. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 784. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. maí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #544
Sigurdór Sigurðsson Vindhóli sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu opna tækjageymslu á lóðinni Vindhóli í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 144,0 m², 469,0 m³.
- 28. maí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #544
Borist hefur umsókn frá Sigurdóri Sigurðssyni, dags. 14.05.2021, fyrir byggingarleyfi á opnu skýli við Vindhól. Byggingin fellur að landi en er innan hverfisverndar Suðurár. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 437. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Þar sem ekki er til staðfest deiliskipulag á svæðinu samþykkir skipulagsnefnd, með fyrirvara um jákvæða umsögn umhverfisnefndar, að grenndarkynna áformin skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við innsend gögn. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við þessa framkvæmd innan hverfisverndar enda fellur hún að umhverfinu.
- 21. maí 2021
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #437
Sigurdór Sigurðsson Vindhóli sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu opna tækjageymslu á lóðinni Vindhóli í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 144,0 m², 469,0 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.