Mál númer 202204340
- 4. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #804
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um að frítt verði í Strætó fyrir ungmenni í 6. og 7. bekk grunnskóla Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1532. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #804
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um að frítt verði í Strætó fyrir ungmenni í 6. og 7. bekk grunnskóla Mosfellsbæjar. Máli frestað frá síðasta fundi.
Afgreiðsla 1533. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum V- og D-lista, fulltrúar C- og S-lista sátu hjá og fulltrúar L- og M-lista greiddu atkvæði gegn afgreiðslunni.
- 28. apríl 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1533
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um að frítt verði í Strætó fyrir ungmenni í 6. og 7. bekk grunnskóla Mosfellsbæjar. Máli frestað frá síðasta fundi.
Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022. Áheyrnarfulltrúanum er bent á að ræða og eftir atvikum leggja fram slíka tillögu við framlagningu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023. Bæjarfulltrúi L-lista greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni.
****
Bókun M-lista
Fulltrúar D- og V-lista höfnuðu því að senda málið til fjármálasviðs til umsagnar og tóku ekki til greina að taka til afgreiðslu tillögu þess efnis frá M-lista. - 20. apríl 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1532
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um að frítt verði í Strætó fyrir ungmenni í 6. og 7. bekk grunnskóla Mosfellsbæjar.
Frestað vegna tímaskorts.