Mál númer 201912352
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Minnisblað fjármálastjóra og forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar um ábendingar endurskoðenda vegna vinnu við endurskoðun hjá Mosfellsbæ eins og óskað var eftir af bæjarstjórn.
Afgreiðsla 1445. fundar bæjarráðs samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. maí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1445
Minnisblað fjármálastjóra og forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar um ábendingar endurskoðenda vegna vinnu við endurskoðun hjá Mosfellsbæ eins og óskað var eftir af bæjarstjórn.
Fjármálastjóri fór yfir ábendingar endurskoðenda í trúnaðarbréfi til bæjarstjóra.
- 13. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #761
Önnur umræða um ársreikning Mosfellsbæjar 2019.
Bókun L-lista:
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar ítrekar þakkir sínar, sem fram voru settar við fyrri umræðu um ársreikning Mosfellsbæjar þann 29. apríl sl. Þakkir til stjórnsýslu og endurskoðanda Mosfellsbæjar fyrir framsetningu ársreikningsins fyrir árið 2019 og ekki síður þakkir til stjórnenda sveitarfélagsins fyrir góða eftirfylgni og passasemi í rekstri þeirra stofnana Mosfellsbæjar, sem þeir veita forstöðu.A hluti ársreikningsins 2019 sýnir að aukning rekstrartekna umfram aukningu rekstrargjalda er um 23 milljónir króna. Afskriftir til gjalda aukast um 64 milljónir króna og fjármagnsgjöld lækka um 136 milljónir króna.
Summa þessara talna, eru 95 milljónir króna, gerir það að verkum að áætluð rekstrarniðurstaða ársins 2019 fer úr afgangi uppá 218 milljónir krónar í afgang uppá 313 milljónir króna sem alfarið er að þakka lækkandi fjármagnskostnaði á árinu 2019.
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar minnti á það við afgreiðslu ársreiknings fyrir árið 2018 sem fram fór á 737. fundi bæjarstjórnar fyrir um ári síðan að einskiptistekjur eins og gatnagerðartekjur gætu lækkað snarlega. Það hefur einmitt gerst á árinu 2019 að gatnagerðartekjur minnkuðu milli áranna 2018 og 2019 um 450 milljónir króna.
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins bendir á að veltufjárhlutfall A B hluta í rekstri bæjarins, skv. ársreikningi Mosfellsbæjar fyrir starfsárið 2019, lækkar úr 0,62 árið 2018 niður í 0,45 2019 (27% lækkun) sem og veltufé frá rekstri lækkar úr 1,75 árið 2018 í 1,26 fyrir árið 2019 (28% lækkun). Bent skal á að veltufjárhlutfall A hluta lækkar úr 0,48 árið 2018 í 0,37 árið 2019 sem er graf alvarleg staða (23% lækkun). Þetta lýsir talsvert verri fjárhagslegri afkomu Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 en fyrir árið 2018. Þessi þróun vekur miklar áhyggjur í ljósi þess sem framundan er vegna áhrifa á COVID-19 faraldrinum. Samkvæmt ábendingu í ársreikningnum sjálfum sem hér er til umræðu er ljóst að COVID 19 muni leiða til mikils samdráttar í tekjum sveitarfélagsins. Svokallað skuldaviðmið, skv. tilsvarandi reglugerð, fer úr 77,6% fyrir árið 2018 í 84,7%. Sé litið til allra skulda Mosfellsbæjar óháð framangreindri reglugerð fer það úr 109% í 113% sem vekur einnig miklar áhyggjur í ljósi ástandins. Útsvarstekjur einar og sér nema 71% af tekjum Mosfellsbæjar utan framlags Jöfnunarsjóðs. Sé hlutur Jöfnunarsjóðs tekinn með nema útsvarstekjur um 60% af heildartekjum bæjarfélagsins. Í dag, skv. tölum Vinnumálastofnunar, eru 16,2% (frá apríl 2020) atvinnulausir í Mosfellsbæ. Þetta atvinnuleysi nú mun hafa umtalsverð áhrif á tekjur bæjarins. Heildarskuldir A B hluta í rekstri bæjarins hafa aukist umtalsvert og sé miðað við heildarskuldir á hvern íbúa (sbr. tölur um fjölda íbúa frá Hagstofu Íslands) hækka þær um 15% á milli ára, þ.e. frá árinu 2018 til 2019. Þetta er mesta aukning skulda á hvern íbúa frá árinu 2011. Þakkir eru færðar til starfsmanna Mosfellsbæjar sem unnið hafa að daglegum störfum í bænum og hér að frágangi ársreiknings en samhliða er bent á að þessi niðurstaða er á ábyrgð pólitísks meirihluta í Mosfellsbæ eðli máls samkvæmt.Bókun S-lista:
Starfsfólk Mosfellsbæjar á þakkir skildar fyrir að halda rekstrinum innan þess ramma sem settur er í stefnumörkun þess pólitíska meirihluta sem ræður ferðinni í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Rekstrarumhverfið hefur verið hagfellt sveitarfélaginu, lítil verðbólga og stór aukin fjölgun íbúa annað árið í röð. Íbúafjölguninni fylgja auknar útsvartekjur fyrir bæjarsjóð en líka aukin þjónustuþörf og innviðir sem þarf að huga að. Í ársreikningnum bendir KPMG á í skýringu 21 að áhrif Covid-19 heimsfaraldursins verði umtalsverð fyrir rekstur sveitarfélagsins. Sveitarfélagið stendur nú frammi fyrir brýnum úrlausnarefnum vegna þess áfalls sem Covid-19 heimsfaraldurinn veldur almenningi og sveitarfélaginu og er mjög brýnt að haldið verði þétt um þá mikilvægu þjónustu sem sveitarfélagið veitir sínu fólki.Bókun C-lista:
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2019 hefur verið lagður fram til síðari umræðu. Hann er í samræmi við upphaflegar áætlanir sem lagðar voru fram í fjárhagsáætlun og er ástæða til þess að þakka starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir vel unnin störf á síðasta ári. Áætlunin endurspeglar það góðæri sem hefur ríkt undanfarinn ár þótt aðeins hafi verið farið að halla undan fæti miðað við árið þar á undan. Skuldir hafa aukist á milli árana 2018 og 2019 en það er enþá svigrúm til skuldsetningar til þess að klára þær fjárfestingar sem hafnar eru og mæta þeim tekjumissi sem framundan er, Það er mikilvægt í þeim þrengingum og óvissu sem framundan er.Bókun D- og V- lista:
Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð um 416 milljónir sem er um 26 milljóna betri afkoma en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Það skýrist af auknum tekjum vegna hærri launatekna íbúa, meiri umsvifum í sveitarfélaginu og lægri fjármagnskostnaði en ráð var gert fyrir.
Rekstur málaflokka gekk vel og er í ágætu samræmi við fjárhagsáætlun. Rekstrargjöld án afskrifta og fjármagnsliða námu 9.626 milljónum en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að verja 9.345 milljónum til reksturs málaflokka.
Rekstrarárangur síðustu ára þar sem sveitarfélagið hefur verið rekið með góðum afgangi er nú hluti af getu Mosfellsbæjar til að taka á móti þeim mótvindi sem ríkir vegna neikvæðra efnahagslegra áhrifa af Covid 19 faraldrinum. Árangurinn styður því við þá endurreisn sem nú stendur fyrir dyrum.
Sem fyrr viljum við nota þetta tilefni til að þakka starfsmönnum Mosfellsbæjar, kjörnum fulltrúum og nefndarfólki fyrir þeirra þátt í þessari góðu rekstrarniðurstöðu hjá Mosfellsbæ.****
Tillaga S-lista:
Geri að tillögu minni að allar ábendingar endurskoðanda bæjarins sem berast bæjarstjóra og fjalla um málefni tengd innra eftirliti, fjárhagskerfi og stjórnsýslu sveitarfélagsins séu lagðar fyrir bæjarráð til kynningar.Tillaga S-lista er samþykkt með 9 atkvæðum.
****
Forseti bar upp ársreikning bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningur ársins 2019 ásamt ábyrgða- og skuldbindingayfirliti staðfestur með níu atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur eru þessar: Rekstrarreikningur A og B hluta: Rekstrartekjur: 12.422 mkr. Laun og launatengd gjöld 5.445 mkr. Hækkun lífeyrisskuldbindingar 131 mkr. Annar rekstrarkostnaður 5.418 mkr. Afskriftir 453 mkr. Fjármagnsgjöld 542 mkr. Tekjuskattur 15 mkr. Rekstrarniðurstaða jákvæð um 416 mkr. Efnahagsreikningur A og B hluta: Eignir alls: 21.257 mkr. Skuldir og skuldbindingar: 14.059 mkr. Eigið fé: 7.197 mkr.
- 13. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #761
Ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2019 lagður fram til staðfestingar.
Afgreiðsla 1442. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. maí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1442
Ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2019 lagður fram til staðfestingar.
Ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 lagður fram til staðfestingar.
Samþykkt með 3 atkvæðum að staðfesta ársreikning Hitaveitu Mosfellsbæjar. - 29. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #760
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2019 lagður fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar.
Afgreiðsla 1440. fundar bæjarráðs samþykkt á 760. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #760
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2019 lagður fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar.
Afgreiðsla 1440. fundar bæjarráðs samþykkt á 760. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #760
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2019 lagður fram til fyrri umræðu.
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2019 lagður fram til fyrri umræðu.
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2019 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Á fundinn undir þessum dagskrárlið mættu Magnús Jónsson endurskoðandi Mosfellsbæjar (MJ), Pétur J. Lockton fjármálastjóri, Anna María Axelsdóttir verkefnastjóri í fjármáladeild, Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Linda Udengård framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs og Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar. Bæjarstjóri hóf umræðuna, ræddi niðurstöður ársreiknings og þakkaði endurskoðanda og starfsmönnum fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings. Þá fór endurskoðandi yfir helstu efnisatriði í drögum ársreiknings 2019 og endurskoðunarskýrslu sinni vegna ársins 2019. Í kjölfarið fóru fram umræður og þökkuðu aðrir sem til máls tóku einnig endurskoðanda og starfsmönnum fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings.
Samþykkt með níu atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2019 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
- 22. apríl 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1440
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2019 lagður fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar.
Magnús Jónsson endurskoðandi hjá KPMG kynnir ársreikninginn. Bæjarráð samþykkir ársreikning Mosfellsbæjar vegna ársins 2019 með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2019 til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.