Mál númer 201902406
- 14. október 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #769
Lögð er fram til kynningar synjun Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fyrir endurupptöku máls fyrir Leirutanga 10, 14/2019. Skipulagsnefnd samþykkti að óska eftir endurupptöku málsins á 515. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 524. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 769. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. október 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #524
Lögð er fram til kynningar synjun Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fyrir endurupptöku máls fyrir Leirutanga 10, 14/2019. Skipulagsnefnd samþykkti að óska eftir endurupptöku málsins á 515. fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt.
Bókun Stefáns Ómars Jónssonar fulltrúa L-lista Vina Mosfellsbæjar:
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur enn á ný sagt álit sitt á þessu máli. Með úrskurði sínum 31. október 2019 felldi nefndin úr gildi útgáfu byggingarleyfis og nú 30. september 2020 segir nefndin í síðari úrskurði sínum að ekki séu lagaskilyrði fyrir endurupptöku málsins eins og Mosfellsbær hafði farið fram á.
Undirritaður minnir á að hann einn nefndarmanna í skipulagsnefnd greiddi atkvæði gegn því að óska eftir þeirri endurupptökubeiðni sem nefndin hefur nú hafnað. - 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Lögð er til endurupptaka máls við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á byggingarleyfi sem gefið var út 01.02.2019. Málinu var frestað á fundi 515.
Afgreiðsla 516. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. júní 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #516
Lögð er til endurupptaka máls við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á byggingarleyfi sem gefið var út 01.02.2019. Málinu var frestað á fundi 515.
Fulltrúi M lista víkur af fundi undir þessum dagskrárlið.
Tillaga fulltrúa L lista:
Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er lagður fram til kynningar. Skipulagsnefnd mun fyrir sitt leyti ekki hafa frumkvæði að því að óska endurupptöku málsins fyrir úrskurðarnefndinni.
Atkvæðagreiðsla um tillöguna, tillaga felldBókun.
Undirritaður, fulltrúi Vina Mosfellsbæjar í skipulagsnefnd, leggst því gegn því að óskað verði endurupptöku hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, ÚUA, vegna hinnar kærðu ákvörunar byggingarfulltrúa að samþykkja byggingarleyfi fyrir stækkun húss að Leitutanga 10.
Í niðurstöðu ÚUA segir m.a. að telja verði að með umþrættu byggingarleyfi hafi verið vikið svo frá nýtingarhlutfalli því sem almennt gerist á grannlóðum á svæðinu að óheimilt hafi verið að grenndarkynna umsóknina. Þess má geta að frávik frá meðalnýtingarhlutfalli er um 42%.
Þessi orð eru skilin þannig að í stað grenndarkynningar hefði þurft að leggja fram deiliskipulag.
Það verður því ekki séð að ósku um endurupptöku nái fram að ganga þar sem þetta mál sem óska á endurupptöku á, er ennþá háð þeim anmarka að hafa verið grenndarkynnt en hafi ekki komið fram sem tillaga að deiliskipulagi.
Athygli vekur að þetta mál er fyrst núna að koma fyrir nefndina um sjö mánuðum eftir að úrskurður ÚUA var kveðinn upp. Einnig það að samtöl hafa átt sér stað milli embættismanna og umsækjanda að því er virðist til undirbúning þess að óska endurupptöku málsins hjá ÚUA eins og segir í inngangi þessa dagskrármáls. Lögð er til endurupptaka máls við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Undirritaður hefði talið eðlilegra, þar sem málið er á forræði nefndarinnar, að embættismenn hefðu kynnt nefndinni úrskurðinn og umræða hefði fyrst verið tekin í nefndinni um hann.Skipulagsnefnd felur lögmanni Mosfellsbæjar að óska eftir að málið verði endurupptekið á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs. Lögmanni er einnig falið að bjóða húseiganda að vera aðili að ósk Mosfellsbæjar um endurupptöku málsins.
Samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa D og V lista gegn einu atkvæði fulltrúa L lista. - 27. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #762
Lögð er til endurupptaka máls við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á byggingarleyfi sem gefið var út 01.02.2019. Endurupptaka er á grundvelli nýrra gagna. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 514.
Afgreiðsla 515. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 762. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. maí 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #515
Lögð er til endurupptaka máls við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á byggingarleyfi sem gefið var út 01.02.2019. Endurupptaka er á grundvelli nýrra gagna. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 514.
Málinu frestað til næsta fundar.
- 13. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #761
Lögð er til endurupptaka máls við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á byggingarleyfi sem gefið var út 01.02.2019. Endurupptaka er á grundvelli nýrra gagna.
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. maí 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #514
Lögð er til endurupptaka máls við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á byggingarleyfi sem gefið var út 01.02.2019. Endurupptaka er á grundvelli nýrra gagna.
Frestað vegna tímaskorts
- 11. desember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #751
Úrskurður ÚUA lagður fyrir bæjarráð til kynningar.
Afgreiðsla 1424. fundar bæjarráðs samþykkt á 751. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 5. desember 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1424
Úrskurður ÚUA lagður fyrir bæjarráð til kynningar.
Lagt fram.
- 20. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #735
Meðfylgjandi er afrit stjórnsýslukæru, móttekin 26. febrúar 2019 ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar frá 1. febrúar sl. um byggingarleyfi til eiganda hússins nr. 10 við Leirutanga í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 1389. fundar bæjarráðs samþykkt á 735. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. mars 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1389
Meðfylgjandi er afrit stjórnsýslukæru, móttekin 26. febrúar 2019 ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar frá 1. febrúar sl. um byggingarleyfi til eiganda hússins nr. 10 við Leirutanga í Mosfellsbæ.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1389. fundar bæjarráðs að fela lögmanni Mosfellsbæjar að svara kærunni.