Mál númer 201907026
- 13. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #761
Borist hefur ósk frá Hildi Fransiska Bjarnadóttur um endurupptöku á erindi um stækkun lóðar, dags. 27.06.2018. Erindið var síðast tekið fyrir á 501. fundi skipulagsnefndar. Nefndin bókaði "Skipulagsnefnd vísar erindinu til yfirstandandi vinnu hvað lóðarstækkanir varðar í Leirvogstunguhverfi." Þeirri vinnu er nú lokið. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. maí 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #514
Borist hefur ósk frá Hildi Fransiska Bjarnadóttur um endurupptöku á erindi um stækkun lóðar, dags. 27.06.2018. Erindið var síðast tekið fyrir á 501. fundi skipulagsnefndar. Nefndin bókaði "Skipulagsnefnd vísar erindinu til yfirstandandi vinnu hvað lóðarstækkanir varðar í Leirvogstunguhverfi." Þeirri vinnu er nú lokið. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til frekari úrvinnslu á umhverfissviði vegna vinnu við heildarendurskoðun stíga í hverfinu þar sem að hugmyndir umsækjanda samræmast ekki tillögum deiliskipulagshöfunda.
- 29. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #760
Borist hefur ósk frá Hildi Fransiska Bjarnadóttur um endurupptöku á erindi um stækkun lóðar, dags. 27.06.2018. Erindið var síðast tekið fyrir á 501. fundi skipulagsnefndar. Nefndin bókaði "Skipulagsnefnd vísar erindinu til yfirstandandi vinnu hvað lóðarstækkanir varðar í Leirvogstunguhverfi." Þeirri vinnu er nú lokið.
Afgreiðsla 513. fundar skipurlagsnefndar samþykkt á 760. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. apríl 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #513
Borist hefur ósk frá Hildi Fransiska Bjarnadóttur um endurupptöku á erindi um stækkun lóðar, dags. 27.06.2018. Erindið var síðast tekið fyrir á 501. fundi skipulagsnefndar. Nefndin bókaði "Skipulagsnefnd vísar erindinu til yfirstandandi vinnu hvað lóðarstækkanir varðar í Leirvogstunguhverfi." Þeirri vinnu er nú lokið.
Frestað vegna tímaskorts
- 13. nóvember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #749
Á 490. fundi skipulagsnefndar 19. júlí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að funda með húseigendum varðandi málið. Samþykkt með fimm atkvæðum." Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi áttu fund með húseigendum. Byggingarfulltrúi og deildarstjóri nýframkvæmda fóru í vettvangsferð.
Afgreiðsla 501. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 749. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. nóvember 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #501
Á 490. fundi skipulagsnefndar 19. júlí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að funda með húseigendum varðandi málið. Samþykkt með fimm atkvæðum." Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi áttu fund með húseigendum. Byggingarfulltrúi og deildarstjóri nýframkvæmda fóru í vettvangsferð.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til yfirstandandi vinnu hvað lóðarstækkanir varðar í Leirvogstunguhverfi sbr. bókanir bæjarráðs í málum nr. 201905281, 201906050 og 201812221 á fundi bæjarráðs 29. ágúst 2019.
- 15. ágúst 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1408
Borist hefur erindi frá lóðarhöfum Laxatungu 102,104 og 106 dags. 27. júní 2019 varðandi frágang á lóðarmörkum milli húsa við Laxatungu og Vogatungu.
Afgreiðsla 490. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1408. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 19. júlí 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #490
Borist hefur erindi frá lóðarhöfum Laxatungu 102,104 og 106 dags. 27. júní 2019 varðandi frágang á lóðarmörkum milli húsa við Laxatungu og Vogatungu.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að funda með húseigendum varðandi málið. Samþykkt með fimm atkvæðum.