Mál númer 201609257
- 26. október 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #681
Erindi frá Eskimos Iceland varðandi lagfæringu á veginum við Gudduós við Sólheimakot og heimild til aksturs malarslóða til að tengjast línuvegi. Á 421. fundi skipulagsnefndar var erindinu vísað til afgreiðslu umhverfisnefndar. Skipulagsfulltrúi mun mæta á fundinn.
Afgreiðsla 171. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. október 2016
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #171
Erindi frá Eskimos Iceland varðandi lagfæringu á veginum við Gudduós við Sólheimakot og heimild til aksturs malarslóða til að tengjast línuvegi. Á 421. fundi skipulagsnefndar var erindinu vísað til afgreiðslu umhverfisnefndar. Skipulagsfulltrúi mun mæta á fundinn.
Umhverfisstjóri og skipulagsfulltrúi gerðu grein fyrir erindi Eskimos Iceland.
Umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við lagfæringar á slóða innan landamerkja Sólheimakots sem unnar verða í samráði við umhverfisstjóra. Umhverfisnefnd telur eðlilegt að notkun slóðans verði endurskoðuð að ári liðnu.
- 12. október 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #680
Borist hefur erindi frá Eskimos Iceland dags. 15. september 2016 varðandi lagfæringu á veginum við Gudduós við Sólheimakot.
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. október 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #421
Borist hefur erindi frá Eskimos Iceland dags. 15. september 2016 varðandi lagfæringu á veginum við Gudduós við Sólheimakot.
Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við lagfæringu vegarins. Vísar erindinu til afgreiðslu hjá umhverfisnefnd.