Mál númer 201610019F
- 26. október 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #681
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar ítrekar þá ósk sína að bæjarstjóri kalli tölvusérfræðing á fund bæjarráðs vegna óviðundandi leitarskilyrða á fundargátt Mosfellsbæjar en aðgengi að gögnum er þar með þeim hætti að ekki er fjarri lagi að álykta að nefndir og ráð Mosfellsbæjar séu óstarfhæfar. Sem dæmi má nefna að það er undir hælinn lagt hvort fundargerðir birtist í fundarleit þegar slegið er inn heiti máls, engin fylgigögn birtast með fundargerðum bæjarstjórnar á opnum vef o.s.frv. Þetta ástand hefur núþegar varað of lengi og tími kominn til aðgerða.Fundargerð 1278. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 681. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.