Mál númer 201501589
- 21. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #658
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 30. mars 2015 með athugasemdafresti til 11. maí 2015. Engin athugasemd barst. Gengið hefur verið frá samkomulagi um greiðslur lóðarhafa vegna breytinganna skv. ákvörðun bæjarráðs 28. maí 2015.
Afgreiðsla 8. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 658. fundi bæjarstjórnar.
- 13. október 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #398
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 30. mars 2015 með athugasemdafresti til 11. maí 2015. Engin athugasemd barst. Gengið hefur verið frá samkomulagi um greiðslur lóðarhafa vegna breytinganna skv. ákvörðun bæjarráðs 28. maí 2015.
Lagt fram á 398. fundi skipulagsnefndar
- 3. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #651
Skipulagsbreyting við Vefarastræti 1-5 felur í sér fjölgun íbúða og stækkun lóðar. Bæjarráð þarf að taka afstöðu til endurgjalds og gerð samkomulags við umsækjanda vegna þessara breytinga sbr. bókun skipulagsnefndar þann 12.5.2015.
Afgreiðsla 1214. fundar bæjarráðs samþykkt á 651. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. maí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1214
Skipulagsbreyting við Vefarastræti 1-5 felur í sér fjölgun íbúða og stækkun lóðar. Bæjarráð þarf að taka afstöðu til endurgjalds og gerð samkomulags við umsækjanda vegna þessara breytinga sbr. bókun skipulagsnefndar þann 12.5.2015.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjald vegna fjölgunar íbúða við Vefarastræti 1-5 með deiliskipulagsbreytingu skuli nema 1 milljón króna á hverja viðbótaríbúð. Jafnframt að lóðarhafi greiði allan kostnað sem til fellur vegna þessara breytinga.
- 20. maí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #650
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 30. mars 2015 með athugasemdafresti til 11. maí 2015. Engin athugasemd hefur borist.
Afgreiðsla 390. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. maí 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #390
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 30. mars 2015 með athugasemdafresti til 11. maí 2015. Engin athugasemd hefur borist.
Nefndin vísar til bæjarráðs þeim þætti sem snýr að endurgjaldi vegna fjölgunar íbúða á lóðinni.
- 11. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #645
Lagður fram breyttur uppdráttur að breytingum á deiliskipulagi, með breyttu fyrirkomulagi bílastæða, sbr. bókun á 383. fundi. Frestað á 384. fundi.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur undir bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar í skipulagsnefnd þess efnis að breytingar á skipulagsskilmálum við Vefarastræti 1-5 brjóti í bága við samþykkt deiliskipulag. Breytingin felur í sér að bílastæðum fjölgar ofanjarðar á kostnað grænna svæða. Hér á líka enn og aftur að spara á kostnað lífsgæða íbúa með því að fjarlægja stiga- og lyftuhús. Í staðinn kemur svalagangahús og stórfurðulegar umferðarleiðir um húsið sem hefur í för með sér mikið ónæði fyrir íbúa í a.m.k. 14 íbúðum. $line$Í umsögn skipulagshöfundar um breytingar á skipulagsskilmálum á miðsvæði 2013 segir að samþykkt deiliskipulag kveði á um að 50% bílastæða séu í bílageymslum neðanjarðar og er það "gert til að forðast lítt aðlaðandi og víðáttumiklar bílastæðabreiður." Einnig segir í umsögninni: "Í samþykktum deiliskipulagsskilmálum er lögð rík áhersla á gæði húshönnunar í hverfinu vegna sérstakra aðstæðna, legu og þéttleika fyrirhugaðrar byggðar í suðurhlíðum Helgafells sem verður mjög áberandi í bæjarmynd Mosfellsbæjar."$line$Gegn þessum skilmálum er verið að brjóta. Helgafellsland hefur lengi verið talið eitt fallegasta byggingarland á höfuðborgarsvæðinu. Helgafellsland blasir við öllum sem um bæinn fara og hefur skipulagið því mikla þýðingu fyrir bæjarmyndina og er ámælisvert að fulltrúum D- og V-lista skuli þykja sjálfsagt að virða það að vettugi.$line$$line$Bókun fulltrúa D- og V-lista:$line$Fulltrúar D- og V- lista er hjartanlega sammála því að Helgafellsland er eitt fallegasta byggingarland á höfuðborgarsvæðinu. $line$Í umræddu máli er verið að óska eftir breytingu á svokölluðu bílastæðabókhaldi í samræmi við fyrri samþykktir skipulagsnefndar sem lúta að því að minni íbúðir allt upp að 70 fm í stað 60 fm áður þurfi ekki að hafa bílastæði í kjallara. Auk þess gerir breytingin ráð fyrir að fækka stigagöngum úr þremur í tvo, lóðarhafi óskar eftir því vegna þess að hann telur að með þeirri breytingu sé hægt að lækka byggingarkostnað en markaðurinn kallar eftir hagkvæmara húsnæði sem gerir þannig fleirum kleift að koma þaki yfir höfuðið.$line$Rangt er farið með í bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar um að verið sé að fjölga bílastæðum á kostnað grænna svæða, svo er ekki. Í þessu erindi er verið að stækka lóðina og setja innan hennar stæði sem áður voru í eigu bæjarins.$line$Umræðu um svalaganga og hvort það sé skerðing á gæðum íbúa höfum við tekið áður á vettvangi skipulagsnefndar og bæjarstjórnar en það er ekkert í deiliskipulagi Helgafellshverfi sem bannar slíkar lausnir auk þess sem skoðanir manna á gæðum slíkra bygginga eru mismunandi. $line$$line$Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 3. mars 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #385
Lagður fram breyttur uppdráttur að breytingum á deiliskipulagi, með breyttu fyrirkomulagi bílastæða, sbr. bókun á 383. fundi. Frestað á 384. fundi.
Nefndin samþykkir með 4 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar:
Hugmyndir byggingaraðilans, sýndar sem deiliskipulagsuppdráttur og skissur af fyrirhuguðum byggingum, eru í misræmi við samþykkt deiliskipulag. Í stað 3ja samtengdra 3ja hæða húsa með stigagöngum er sýnt sambland af svalaganga- og stigagangahúsi, og er næði 14 íbúða raskað með umferð framhjá þeim í augnhæð. Gengið er inn á 2 stöðum að sunnanverðu en síðan taka við flóknir gangar inn og útúr húsinu, einatt framhjá svefnherbergjum. Ónæðið sem það hefur í för með sér er ekki boðlegt. Fjárhagslegur sparnaður verktakans við að fjarlægja eitt stiga- og lyftuhús er á kostnað íbúanna og er ekki ásættanlegur.
Forsögnum deiliskipulagsins um vandaða, nútímalega, fjölbreytilega og hugmyndaríka byggingarlist (gr. 3.1, 3.2 og 4.1) virðist að litlu leyti sinnt. Tillagan er án áberandi sérkenna og ber ekki vott um "hugmyndaríka formsköpun." Norðurhliðin er samfelldur steypuveggur með svalagöngum eptir endilöngu húsinu. - 25. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #644
Lagður fram breyttur uppdráttur að breytingum á deiliskipulagi, með breyttu fyrirkomulagi bílastæða, sbr. bókun á 383. fundi.
Afgreiðsla 384. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 644. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. febrúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #384
Lagður fram breyttur uppdráttur að breytingum á deiliskipulagi, með breyttu fyrirkomulagi bílastæða, sbr. bókun á 383. fundi.
Frestað.
- 11. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #643
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Grafarholts ehf. óskar 9. janúar 2015 eftir breytingum á deiliskipulagsskilmálum varðandi bílastæði og fjölda íbúða, sbr. meðf. uppdrátt. Frestað á 381. fundi, nú lagður fram endurskoðaður tillöguuppdráttur. Frestað á 382. fundi.
Afgreiðsla 383. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 643. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #643
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Grafarholts ehf. óskar 9. janúar 2015 eftir breytingum á deiliskipulagsskilmálum varðandi bílastæði og fjölda íbúða, sbr. meðf. uppdrátt. Frestað á 381. fundi, nú lagður fram endurskoðaður tillöguuppdráttur.
Afgreiðsla 382. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 643. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 4. febrúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #383
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Grafarholts ehf. óskar 9. janúar 2015 eftir breytingum á deiliskipulagsskilmálum varðandi bílastæði og fjölda íbúða, sbr. meðf. uppdrátt. Frestað á 381. fundi, nú lagður fram endurskoðaður tillöguuppdráttur. Frestað á 382. fundi.
Nefndin er jákvæð fyrir erindinu en felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur um aðra útfærslu á bílastæðum.
- 3. febrúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #382
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Grafarholts ehf. óskar 9. janúar 2015 eftir breytingum á deiliskipulagsskilmálum varðandi bílastæði og fjölda íbúða, sbr. meðf. uppdrátt. Frestað á 381. fundi, nú lagður fram endurskoðaður tillöguuppdráttur.
Frestað.
- 28. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #642
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Grafarholts ehf. óskar 9. janúar 2015 eftir breytingum á deiliskipulagsskilmálum varðandi bílastæði og fjölda íbúða, sbr. meðf. uppdrátt.
Afgreiðsla 381. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 642. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 20. janúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #381
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Grafarholts ehf. óskar 9. janúar 2015 eftir breytingum á deiliskipulagsskilmálum varðandi bílastæði og fjölda íbúða, sbr. meðf. uppdrátt.
Frestað.