Mál númer 201502189
- 11. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #645
Umbeðin umsögn um frumvarp til laga um stjórn vatnamála.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Íbúahreyfingin hefur áhyggjur af því hvernig þetta mál var afgreitt í bæjarráði. Í svo brýnum málum sem vatnsverndarmálum gengur ekki að sveitarfélögin kasti frá sér ábyrgð og krefjist þess að ríkið bara borgi. Skv. vatnatilskipun ESB, sem frumvarp þetta byggir á, má ekki taka fé fyrir rekstri stjórnar vatnamála af fjárlögum alþingis, heldur á að innheimta gjald í heimabyggð, þ.e. þeir sem nýta og eftir atvikum menga vatnsauðlindina eiga að greiða gjaldið. Þessi tilhögun snýst um að efla umhverfisvitund sveitarfélaga, orkufyrirtækja og á endanum almennings, þ.e. á að virka sem hvati til að fólk fari betur með vatn og spari það. Í meðferð bæjarráðs fékk málefnið sjálft ekki neina athygli en það er mjög brýnt.$line$Mosfellsbær hefur sjálfbæra þróun að leiðarljósi og ætti því að liðka fyrir innleiðingu gjalds í þágu vatnsverndar frekar en að hafna því að aðhafast.$line$Staðreyndin er sú að þegar vatnatilskipun ESB var innleidd var gildistöku 9. gr. um gjaldtöku frestað. Nú er verið að bæta úr því. Innleiðing verkefnisins hjá Umhverfisstofnun hefur verið í algjörum járnum vegna fjárskorts í 2 ár og tími til komin að Mosfellsbær, ásamt öðrum sveitarfélögum taki á málinu á málefnalegan hátt og liðki fyrir innleiðingu og innheimtu gjaldsins hið snarasta.$line$$line$Bókun fulltrúa D-, V- og S- lista:$line$Öll erum við sammála um mikilvægi vatnsverndar, en frumvarp þetta gengur út á að leggja á nýjan skatt í gegnum vatns- og fráveitugjöld. Samband íslenskra sveitafélaga hefur mótmælt því og undir það tökum við.$line$$line$Afgreiðsla 1201. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 26. febrúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1201
Umbeðin umsögn um frumvarp til laga um stjórn vatnamála.
Hafsteinn Pálsson víkur af fundi undir þessum lið.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að gera umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga að okkar og fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að koma því á framfæri.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Íbúahreyfingin tekur undir það sjónarmið Umhverfisráðuneytisins að rökrétt sé að leggja gjald á þá sem hafa tekjur af því að nýta eða eftir atvikum spilla vatnsauðlindinni og innleiða í því skyni sérstakt ákvæði um endurheimt kostnaðar vegna vatnsþjónustu. Lög um stjórn vatnamála hafa að markmiði að "vernda vatn og vistkerfi þess, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatna- vistkerfa, votlendis og vistkerfa sem beint eru háð vatni til að stuðla að því að vatn njóti heildstæðrar verndar." Skv. vatnatilskipun ESB ber aðildarríkjum "að sjá til þess að stefna í verðlagningu vatns verði notendum nægileg hvöt til þess að nýta vatnsauðlindir á hagkvæman hátt og styðja þannig við umhverfismarkmið tilskipunarinnar."Mosfellsbær hefur sjálfbæra þróun að leiðarljósi og því sæmandi að taka undir með ráðuneytinu. Íbúahreyfingin vill stuðla að vernd vatnsauðlindarinnar og sjálfbærri nýtingu hennar og styður því frumvarpið.
- 25. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #644
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um stjórn vatnamála
Afgreiðsla 1200. fundar bæjarráðs samþykkt á 644. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Sigrún H. Pálsdóttir situr hjá.
- 19. febrúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1200
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um stjórn vatnamála
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra Umhverfissviðs.