Mál númer 201412010
- 12. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #813
Viðaukar við húsaleigusamning og þjónustusamning við Eldingu líkamsrækt í íþróttamiðstöðin að Varmá lagðir fram til kynningar.
Tillaga D lista:
Bæjarfulltrúar D-lista ítreka bókun sína úr bæjarráði í málinu og leggja til að viðauki um framlengingu á starfsemi Eldingar sem lagður var fyrir bæjarráð til kynningar verði felldur í Bæjarstjórn. Ennfremur verði unnið að því að starfsemi Eldingar víki úr núverandi húsnæði eins fljótt og kostur er eins og búið var að ákveða af fyrri meirihluta.Tillagan felld með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni.
***
Afgreiðsla 1551. fundar bæjarráðs samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum. Bæjarfulltrúar D lista greiddu atkvæði gegn afgreiðslunni og bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
- 6. október 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1551
Viðaukar við húsaleigusamning og þjónustusamning við Eldingu líkamsrækt í íþróttamiðstöðin að Varmá lagðir fram til kynningar.
Viðaukar við samninga við Eldingu lagðir fram til kynningar.
Bókun D lista:
Bæjarráðsmenn Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum vegna framlengingar á samningi við Eldingu til 31.05.2023.Rekstraraðilar Eldingar hafa ítrekað brotið þann samning sem lítur að samstarfi við Aftureldingu um aðstöðu til líkamsræktar og hafa þar að auki verið samskiptaörðuleikar milli hagaðila sem ekki hefur reynst unnt að leysa úr. Framlenging á samningnum sem þegar hefur verið undirrituð hefur ekki verið tekin fyrir í íþrótta- og tómstundanefnd og ekki verið borin upp til samþykktar á samráðsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar.
Framlenging á samningnum hefur í för með sér að afreksíþróttafólk Aftureldingar þurfi áfram að sækja aðstöðu til styrktarþjálfunar út fyrir Mosfellsbæ með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn.
Bókun B, C og S-lista:
Ekkert formlegt erindi varðandi meint brot á samningi hafa borist stjórnsýslu Mosfellsbæjar til umfjöllunar en í samningi Eldingar við Mosfellsbæ er kveðið á um hvernig skuli tekið á málum ef upp koma deilur.
Nú er verið að gera viðauka við samninginn í annað sinn á þessu ári og liggur fyrir að ekki verða gerðir fleiri viðaukar. Þá verður hafin undirbúningsvinna á samráðsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar til að ákvarða hvernig styrktarþjálfun Aftureldingar í íþróttahúsinu verði háttað til framtíðar. - 23. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #801
Viðaukar við húsaleigumsaning og samning um þjónustu Eldingar lagðir fram til kynningar.
Afgreiðsla 1526. fundar bæjarráðs samþykkt á 801. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. mars 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1526
Viðaukar við húsaleigumsaning og samning um þjónustu Eldingar lagðir fram til kynningar.
Viðaukar við húsaleigusamning og þjónustusamning við Eldingu líkamsrækt þar sem samningar eru framlengdir tímabundið til 30. júní nk., hafi ekki verið gert samkomulag um annað fyrir þann tíma, lagðir fram til kynningar.
- 27. nóvember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #750
Drög að húsaleigusamningi við Eldingu líkamsrækt lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 233. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 25. nóvember 2019
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #233
Drög að húsaleigusamningi við Eldingu líkamsrækt lögð fram til kynningar.
Samningur lagður fram og kynntur. Nefndin lítur jákvætt á erindið.
- 16. janúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #731
Tillaga um framlengingu á samstarfssamning við Eldingu um eitt ár
Afgreiðsla 1380. fundar bæjarráðs samþykkt á 731. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. desember 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1380
Tillaga um framlengingu á samstarfssamning við Eldingu um eitt ár
Samþykkt með 3 atkvæðum 1380. fundar bæjarráðs að framlengja samning við Eldingu án breytinga um eitt ár frá 1.1.2018 til 31.12.2018.
- 11. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #645
Óskað eftir heimild til að ganga frá samningum við Eldingu líkamsrækt á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.
Afgreiðsla 1201. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. febrúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1201
Óskað eftir heimild til að ganga frá samningum við Eldingu líkamsrækt á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Eldingu líkamsrækt á grundvelli framlagðra samningsdraga. Jafnframt óskar bæjarráð eftir að fá frá fræðslusviði árlega upplýsingar um framkvæmd greina 3.-8. í þjónustusamningi.
- 17. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #640
endurnýjun á samningum við Eldingu kynnt
Samþykkt með níu atkvæðum að erindinu verði vísað til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.
- 4. desember 2014
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #185
endurnýjun á samningum við Eldingu kynnt
Kynnig á endurnýjun húsaleigusamnings við Eldingu
Tillaga nefndarmanns Samfylkingarinnar um að áður en samningurinn við Eldingu verði samþykktur verði leitað eftir umsögn aðalstjórnar Aftureldingar. Tillagan felld með 4 atkvæðum gegn 1.
Samþykkt að fela íþróttafulltrúa að gera drög að leigusamingi/þjónustusamningi í samráði við bæjarstjóra sem lagður verði fyrir bæjarráð til samþykkar.