Mál númer 201502127
- 11. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #645
Umsókn um fjárstyrk að fjárhæð kr. 150.000 til að halda áfram starfi Yrkju sem styrkir trjáplöntun grunnskólabarna.
Tillaga fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar fer þess á leit að bæjarstjórn vísi dagskrárlið 2 í fundargerð bæjarráðs nr. 1202 tilbaka til ráðsins. Ástæðan er að fram hafa komið upplýsingar sem ekki lágu fyrir þegar bæjarráð tók ákvörðun um að hafna styrkbeiðni Yrkju skógræktarsjóðs. Við eftirgrennslan kom í ljós að Varmárskóli hefur verið með í Yrkju frá upphafi (1992), nema árin 98-99 og 2001. Lágafellsskóli kemur inn 2005 og hefur verið með samfellt síðan. Þetta hafa verið 400-600 plöntur til beggja skólanna undanfarin ár, í heildina tæplega 13.000 plöntur.$line$Hingað til hefur Yrkja úthlutað plöntum til skólabarna í Mosfellsbæ endurgjaldslaust. Nú á sjóðurinn við fjárhagsörðugleika að stríða og reynir að forða því að það bitni á skógræktarstarfi grunnskólanemenda í Mosfellsbæ með því að óska eftir fjárframlagi sem miðað við þýðingu verkefnisins er ekki hátt. Að mati Íbúahreyfingarinnar er hér um að ræða göfugt starf sem á sér langa hefð. Því má ekki spilla. $line$Í ljósi þess hvernig þetta mál er vaxið óskar Íbúahreyfingin eftir því að styrkbeiðni Yrkju verði vísað aftur til bæjarráðs og ákvörðunin endurskoðuð. $line$Þess má að lokum geta að Varmárskóli sendi nýverið árlega umsókn sína til Yrkju. $line$$line$Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði Íbúahreyfingarinnar.$line$$line$Bókun D-, V og S-lista:$line$Tökum undir það að verkefni Yrkju er göfugt. Bæjarráð fylgdi við þessa afgreiðslu umsögn framkvæmdastjóra fræðslusviðs sem ekki mælir með styrkveitingu enda kemur þar fram að skólarnir geta fjármagnað sín plöntukaup sjálfir. Afstaða bæjarráðs leiðir ekki til þess að skógrækt grunnskólabarna leggist af.$line$$line$Afgreiðsla 1202. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 5. mars 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1202
Umsókn um fjárstyrk að fjárhæð kr. 150.000 til að halda áfram starfi Yrkju sem styrkir trjáplöntun grunnskólabarna.
Bæjarráð getur ekki fallist á umbeðna styrkveitingu þar sem hún fellur ekki innan fjárhagsáætlunar.
- 25. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #644
Umsókn um fjárstyrk að kr. 150.000 til að halda áfram starfi Yrkju sem styrkir trjáplöntun grunnskólabarna.
Afgreiðsla 1199. fundar bæjarráðs samþykkt á 644. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. febrúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1199
Umsókn um fjárstyrk að kr. 150.000 til að halda áfram starfi Yrkju sem styrkir trjáplöntun grunnskólabarna.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs.