Mál númer 201501683
- 11. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #645
Umsögn umhverfissviðs vegna erindis frá íbúum við Brekkutanga 1-15 þar sem óskað er eftir breikkun innkeyrslubotnlanga svo hægt verði að leggja þar bílum langsum. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar umhverfissviðs á 1197. fundi sínum þann 29. janúar 2015.
Afgreiðsla 1201. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. febrúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1201
Umsögn umhverfissviðs vegna erindis frá íbúum við Brekkutanga 1-15 þar sem óskað er eftir breikkun innkeyrslubotnlanga svo hægt verði að leggja þar bílum langsum. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar umhverfissviðs á 1197. fundi sínum þann 29. janúar 2015.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum ósk íbúa við Brekkutanga 1-15 um breikkun innkeyrslubotnlanga að því tilskyldu að það náist samkomulag við þá um kostnað og framkvæmd verksins að öðru leyti. Er framkvæmdastjóra umhverfissviðs falið að leita samkomulags við íbúa um þau atriði sem tilgreind eru í fyrirliggjandi umsögn.
- 11. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #643
Erindi frá íbúum við Brekkutanga 1-15 þar sem óskað er eftir breikkun innkeyrslubotnlanga svo hægt verði að leggja þar bílum langsum. Núverandi botnlangi er í eigu húsfélagsins en stækkunin myndi ná inn á opið svæði sem snýr að leikvelli í götunni.
Afgreiðsla 1197. fundar bæjarráðs samþykkt á 643. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. janúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1197
Erindi frá íbúum við Brekkutanga 1-15 þar sem óskað er eftir breikkun innkeyrslubotnlanga svo hægt verði að leggja þar bílum langsum. Núverandi botnlangi er í eigu húsfélagsins en stækkunin myndi ná inn á opið svæði sem snýr að leikvelli í götunni.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til umsagnar Umhverfissviðs