Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar er hald­inn há­tíð­leg­ur í sept­em­ber ár hver.

Dag­ur­inn er hald­inn til heið­urs Helgu J. Magnús­dótt­ur, sem var fyrst kvenna til að vera odd­viti Mos­fells­bæj­ar. Helga lét sig mál­efni kvenna varða með ýms­um hætti, var formað­ur Kven­fé­laga­sam­bands Gull­bringu- og Kjós­ar­sýslu 1948-1966, formað­ur Kven­fé­lags Lága­fells­sókn­ar 1951-1964, í vara­stjórn Kven­fé­laga­sam­bands Ís­lands 1953 síð­an í að­al­stjórn þess og formað­ur 1963-1977.


2022

Jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar var hald­inn há­tíð­leg­ur í Hlé­garði 22. september 2022. Mál­efni dags­ins var jafn­rétti á vinnu­mark­aði út frá ólík­um ald­urs­hóp­um.

Á dag­skránni voru fjöl­breytt er­indi frá fyr­ir­tækj­um, stofn­un­um og ein­stak­ling­um sem hafa að­komu að og reynslu af vinnu­mark­aðn­um úr ólík­um átt­um.


2021

Jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar var hald­inn há­tíð­leg­ur 16. sept­em­ber 2021 með ra­f­ræn­um hætti. Þem­að í ár var trans börn. Trans börn eru að koma út bæði yngri og í meira mæli en áður og er því mik­il­vægt að styðja vel við bak­ið á þess­um hóp með auk­inni fræðslu.

Við feng­um til liðs við okk­ur úr­vals fólk til að fjalla um og segja frá reynslu sinni, hvað þetta mál­efni varð­ar, auk þess sem jafn­réttisvið­ur­kenn­ing Mos­fells­bæj­ar var veitt.


2020

Jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar var hald­inn há­tíð­leg­ur 18. sept­em­ber 2020 með ra­f­ræn­um hætti.

Þar sem mik­il um­ræða hafði skap­ast um kyn­þátta­for­dóma og kyn­þátta­hat­ur hér­lend­is og er­lend­is fannst lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd Mos­fells­bæj­ar áhuga­vert að heyra hvern­ig ein­stak­ling­ar af er­lend­um upp­runa upp­lifa þessi mál.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00