Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar er haldinn hátíðlegur í september ár hver.
Dagurinn er haldinn til heiðurs Helgu J. Magnúsdóttur, sem var fyrst kvenna til að vera oddviti Mosfellsbæjar. Helga lét sig málefni kvenna varða með ýmsum hætti, var formaður Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu 1948-1966, formaður Kvenfélags Lágafellssóknar 1951-1964, í varastjórn Kvenfélagasambands Íslands 1953 síðan í aðalstjórn þess og formaður 1963-1977.
2022
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur í Hlégarði 22. september 2022. Málefni dagsins var jafnrétti á vinnumarkaði út frá ólíkum aldurshópum.
Á dagskránni voru fjölbreytt erindi frá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem hafa aðkomu að og reynslu af vinnumarkaðnum úr ólíkum áttum.
2021
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur 16. september 2021 með rafrænum hætti. Þemað í ár var trans börn. Trans börn eru að koma út bæði yngri og í meira mæli en áður og er því mikilvægt að styðja vel við bakið á þessum hóp með aukinni fræðslu.
Við fengum til liðs við okkur úrvals fólk til að fjalla um og segja frá reynslu sinni, hvað þetta málefni varðar, auk þess sem jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar var veitt.
2020
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur 18. september 2020 með rafrænum hætti.
Þar sem mikil umræða hafði skapast um kynþáttafordóma og kynþáttahatur hérlendis og erlendis fannst lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar áhugavert að heyra hvernig einstaklingar af erlendum uppruna upplifa þessi mál.