Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar var hald­inn há­tíð­leg­ur 22. sept­em­ber 2022.

Á dag­skránni voru fjöl­breytt er­indi frá fyr­ir­tækj­um, stofn­un­um og ein­stak­ling­um sem hafa að­komu að og reynslu af vinnu­mark­aðn­um úr ólík­um átt­um.

Nýr bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, Regína Ás­valds­dótt­ir opn­aði jafn­rétt­is­dag­inn með því að ávarpa gesti og bjóða þá vel­komna.

Fund­ar­stýra var Bryn­hild­ur Heið­ar- og Óm­ars­dótt­ir en hún er formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins Fræða­garðs í BHM og sér­leg­ur ráð­gjafi Kven­rétt­inda­fé­lags Ís­lands.

Fyr­ir­les­ar­ar á jafn­rétt­is­degi Mos­fells­bæj­ar 2022 voru:

  • Her­dís Har­alds­dótt­ir, MPA og diplóma í hag­nýt­um jafn­rétt­is­fræð­um, fjall­aði um birt­ing­ar­mynd­ir jafn­rétt­is á vinnu­mark­aði og rýn­di í ólík ald­urs­bil/kyn­slóða­bil.
  • Dröfn Har­alds­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur hjá VMST, kynnti nám­skeið fyr­ir ald­urs­hóp­inn 45+ og hvað töl­fræð­in seg­ir um jafn­rétti á vinnu­mark­aði tengt ólík­um ald­urs­hóp­um.
  • Geir­laug Jó­hanns­dótt­ir, ráð­gjafi hjá Hagvangi, fór yfir ráðn­ing­ar­ferl­ið og upp­lif­un af ein­stak­ling­um sem eru mögu­lega leng­ur í vinnu­leit.
  • Þór Sa­ari og Ár­dís Sig­urð­ar­dótt­ir deildu sinni upp­lif­un af at­vinnu­leit.
  • Jón Arn­ar Guð­brands­son, eig­andi Grazie Tratt­oria, sagði frá ákvörð­un sinni að ráða ein­göngu 60+ ára starfs­fólk á veit­inga­stað­inn sinn.
  • Ingi­björg H. Sverr­is­dótt­ir, formað­ur Fé­lags eldri borg­ara (FEB), fjall­aði um upp­lif­un gráa hers­ins af jafn­rétti á vinnu­mark­aði fyr­ir eldra fólk.
  • Sigrún Ósk Jak­obs­dótt­ir, mannauðs­stjóri Advania, fór yfir jafn­rétt­is­menn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins og þær að­gerð­ir sem hafa ver­ið tekn­ar til að auka jafn­rétti inn­an­húss.

Er­indi fyr­ir­les­ar­anna voru fjöl­breytt og áhuga­verð og þarft inn­legg í um­ræð­una enda fer líf­ald­ur hækk­andi í hinum vest­ræna heimi. Flest­ir fyr­ir­les­ar­anna voru á því að ekki ríkti jafn­rétti á vinnu­mark­aði þeg­ar horft var til eldri ald­urs­hópa.

Bryn­hild­ur fund­ar­stýra dró sam­an er­ind­in í lok dag­skránn­ar og benti rétti­lega á að „við náum aldrei jafn­rétti fyrr en við verð­um öll jöfn“.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00