Nú eru að hefjast framkvæmdir við yfirborðsfrágang vestanmegin í Bjarkarholti.
Gatan verður malbikuð og steyptar verða gangstéttar ásamt frágangi gróðurs. Settar verða upphækkaðar gönguþveranir á tveimur stöðum. Í þessum áfanga verður frágangur frá gatnamótum við Þverholt og að FMos.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum og truflunum sem af þessum framkvæmdum hlýst og biðjum við vegfarendur um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi eftir að framkvæmdir hefjast og meðan á framkvæmdum stendur.
Tengt efni
LED-væðing í Mosfellsbæ
Samningur við Fagurverk
Upplýsingar til húseigenda og íbúa í Lágholti um fyrirhugaðar framkvæmdir
Fyrirhugaðar stórframkvæmdir á veitukerfi í Lágholti.