Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. mars 2019

Opn­að hef­ur ver­ið fyr­ir um­sókn­ir nem­enda í vinnu­skól­an­um sum­ar­ið 2019.

Sótt er um á Ráðn­inga­vef Mos­fells­bæj­ar.

Í ár er boð­ið uppá að velja tvö tíma­bil af fjór­um. Hvert tíma­bil er 12 vinnu­dag­ar en alls er í boði að vinna 25 daga af sumr­inu. Auk þess­ara tveggja tíma­bila þarf að velja einn af tveim­ur fræðslu­dög­um sem eru í boði í sum­ar. Ósk um fræðslu­dag má setja í at­huga­semd­ar­dálk.

Um­sókna­frest­ur­inn er 25. mars til 25. apríl.

Tíma­bilin:

  • Tíma­bil A – 7. júní – 26. júní.
  • Tíma­bil B – 27. júní–12. júlí.
  • Tíma­bil C – 16. júlí–31. júlí.
  • Tíma­bil D – 7. ág­úst–22. ág­úst.

Fræðslu­dag­ar:

  • Fræðslu­dag­ur A – 6. júní.
  • Fræðslu­dag­ur B – 15. júlí.

Vinnu­tími:

  • 8. bekk­ur – 3 tím­ar á dag fyr­ir há­degi aðra vik­una og eft­ir há­degi hina vik­una.
  • 9. bekk­ur – 6 tím­ar nema á föstu­dög­um er unn­ið til há­deg­is.
  • 10. bekk­ur – 7 tím­ar nema á föstudgög­um er unn­ið til há­deg­is.

Hlut­verk vinnu­skól­ans er að veita nem­end­um upp­byggi­leg sum­arstörf ásamt fræðslu í ör­uggu starfs­um­hverfi. Lögð er áhersla á að venja nem­end­ur við það sem koma skal á hinum al­menna vinnu­mark­aði, reglu­semi, stund­vísi og ábyrgð­ar­til­finn­ingu. Áhersla er lögð á að star­f­um­hverf­ið sé hvetj­andi og gef­andi.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00