Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
31. júlí 2024

Í gær var síð­asti dag­ur Vinnu­skóla Mos­fells­bæj­ar þetta sum­ar­ið. Um 450 ung­menni hafa sinnt ýms­um verk­efn­um í sum­ar eins og að raka, hellu­skrapa, sópa, týna rusl, mála og búa til skreyt­ing­ar fyr­ir bæj­ar­há­tíð­ina okk­ar Í tún­inu heima. Í Vinnu­skól­an­um fá þau kennslu í að vinna, um­gang­ast bæ­inn sinn, bera virð­ingu fyr­ir um­hverf­inu og hvern­ig á að hegða sér á vinnustað auk þess sem Vinnu­skól­inn styrk­ir fé­lags­leg tengsl.

Fyr­ir­komulag Vinnu­skól­ans er á þann veg að á hverj­um morgni hittu ung­menn­in sem eru fædd árin 2008 – 2010 flokk­stjóra sinn, fengu verk­efni fyr­ir dag­inn og einn­ig var rými fyr­ir leiki og spjall. Í sum­ar fengu ung­menn­in fræðsl­ur með­al ann­ars um sjálfs­mynd, sam­skipti kynj­anna, sam­fé­lags­miðla, mark­miða­setn­ingu og sjálfs­styrk­ingu.

Á síð­asta degi Vinnu­skól­ans þetta sum­ar­ið var sleg­ið upp pylsupartýi í há­deg­inu.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00