Í gær var síðasti dagur Vinnuskóla Mosfellsbæjar þetta sumarið. Um 450 ungmenni hafa sinnt ýmsum verkefnum í sumar eins og að raka, helluskrapa, sópa, týna rusl, mála og búa til skreytingar fyrir bæjarhátíðina okkar Í túninu heima. Í Vinnuskólanum fá þau kennslu í að vinna, umgangast bæinn sinn, bera virðingu fyrir umhverfinu og hvernig á að hegða sér á vinnustað auk þess sem Vinnuskólinn styrkir félagsleg tengsl.
Fyrirkomulag Vinnuskólans er á þann veg að á hverjum morgni hittu ungmennin sem eru fædd árin 2008 – 2010 flokkstjóra sinn, fengu verkefni fyrir daginn og einnig var rými fyrir leiki og spjall. Í sumar fengu ungmennin fræðslur meðal annars um sjálfsmynd, samskipti kynjanna, samfélagsmiðla, markmiðasetningu og sjálfsstyrkingu.
Á síðasta degi Vinnuskólans þetta sumarið var slegið upp pylsupartýi í hádeginu.
Tengt efni
Regnbogagangbraut í Þverholtinu
Opnað aftur fyrir umsóknir í Vinnuskóla Mosfellsbæjar sumarið 2021
Opnað hefur verið aftur fyrir umsóknir í Vinnuskóla Mosfellsbæjar fyrir sumarið 2021.
Opnað fyrir umsóknir í Vinnuskóla Mosfellsbæjar sumarið 2021
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Mosfellsbæjar fyrir sumarið 2021.