Opið er fyrir umsóknir nemenda í vinnuskólann sumarið 2019 á Ráðningarvef Mosfellsbæjar.
Í ár er boðið uppá að velja tvö tímabil af fjórum. Hvert tímabil er 12 vinnudagar en alls er í boði að vinna 25 daga af sumrinu. Auk þessara tveggja tímabila þarf að velja einn af tveimur fræðsludögum sem eru í boði í sumar. Ósk um fræðsludag má setja í athugasemdardálk.
Umsóknafresturinn er frá 25. mars til og með 25. apríl.
Tímabilin eru eftirfarandi:
- Tímabil A – 7. júní – 26. júní
- Tímabil B – 27. júní – 12. júlí
- Tímabil C – 16. júlí – 31. júlí
- Tímabil D – 7. ágúst – 22. ágúst
Fræðsludagar eru eftirfarandi:
- Fræðsludagur A – 6. júní.
- Fræðsludagur B – 15. júlí.
Vinnutími er eftirfarandi:
- 8. bekkur – 3 tímar á dag fyrir hádegi aðra vikuna og eftir hádegi hina vikuna.
- 9. bekkur – 6 tímar nema á föstudögum er unnið til hádegis.
- 10. bekkur – 7 tímar nema á föstudgögum er unnið til hádegis.
Hlutverk vinnuskólans er að veita nemendum uppbyggileg sumarstörf ásamt fræðslu í öruggu starfsumhverfi. Lögð er áhersla á að venja nemendur við það sem koma skal á hinum almenna vinnumarkaði, reglusemi, stundvísi og ábyrgðartilfinningu. Áhersla er lögð á að starfumhverfið sé hvetjandi og gefandi.
Tengt efni
Vinnuskóla lokið þetta sumarið
Regnbogagangbraut í Þverholtinu
Opnað aftur fyrir umsóknir í Vinnuskóla Mosfellsbæjar sumarið 2021
Opnað hefur verið aftur fyrir umsóknir í Vinnuskóla Mosfellsbæjar fyrir sumarið 2021.