Ungmennaráð Mosfellsbæjar auglýsir eftir ungu fólki á aldrinum 16-25 ára til að starfa með þeim í vetur.
Ungmennaráð er umræðu- og samstarfsvettvangur ungmenna á aldrinum 13-25 ára í sveitarfélaginu og er ráðgefandi um málefni sem tengjast ungu fólki í umboði bæjarstjórnar.
Í ungmennaráð er nú verið að velja ungmenni úr grunnskólum Mosfellsbæjar og úr Framhaldsskóla Mosfellsbæjar.
Þar sem að nemendur í FMOS hafa fasta þrjá fulltrúa í ráðinu auglýsum við núna til viðbótar eftir áhugasömu ungu fólki á aldrinum 16-25 ára sem er ekki í FMOS, til starfa með okkur veturinn 2020-2021. Við erum að leita að ungu fólki sem býr í Mosfellsbæ, er í öðrum framhaldsskóla, á atvinnumarkaði eða án atvinnu.
Áhugasamir hafi samband við Eddu Davíðsdóttur, tómstundafulltrúa, í gegnum netfangið edda[hjá]mos.is eða í síma 525-6700 fyrir 24. október.
Tengt efni
Ungmennaráð fundaði með bæjarstjórn 6. september 2023
Nýtt skipurit hjá Mosfellsbæ tekur gildi í dag
Í dag, 1. september 2023, tekur nýtt skipurit gildi hjá Mosfellsbæ.
Nýr forseti bæjarstjórnar er Örvar Jóhannsson
Á fundi bæjarstjórnar þann 21. Júní var Örvar Jóhannsson bæjarfulltrúi B lista, kjörinn í embætti forseta bæjarstjórnar til eins árs.