Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. janúar 2019

Mos­fells­bær vek­ur at­hygli á því að eft­ir­spurn er eft­ir þjón­ustu dag­for­eldra í sveit­ar­fé­lag­inu.

Nú er því gott tæki­færi fyr­ir áhuga­sama ein­stak­linga til að afla sér leyf­is til að sinna dag­gæslu barna í heima­húsi. Til að öðl­ast rétt­indi sem dag­for­eldri þarf að sækja sér­stakt rétt­inda­nám­skeið sem að öllu jöfnu er hald­ið í fe­brú­ar. Mos­fells­bær styrk­ir um­sækj­end­ur sem sækja vilja nám­skeið­ið og gerast dag­for­eldri. Gott sam­st­arf er milli starf­andi dag­for­eldra og stuðn­ing­ur við starf­sem­ina af hálfu Mos­fells­bæj­ar.

Sótt er um leyf­ið í þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar og eft­ir­far­andi gögn þurfa að fylgja með um­sókn­inni:

  1. Saka­vott­orð allra heim­il­is­manna, 18 ára og eldri.
  2. Lækn­is­vott­orð heim­il­is­manna.
  3. Með­mæli um­sækj­anda.

Þeg­ar um­sókn hef­ur borist eru að­stæð­ur á heim­ili skoð­að­ar og gef­in ráð um mögu­leg­ar betr­um­bæt­ur á því hús­næði sem ætluð er und­ir starf­sem­ina.

All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir fræðslu- og frí­stunda­svið Mos­fells­bæj­ar. Einn­ig er hægt að senda póst á mos[hja]mos.is.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00