Mosfellsbær vekur athygli á því að eftirspurn er eftir þjónustu dagforeldra í sveitarfélaginu.
Nú er því gott tækifæri fyrir áhugasama einstaklinga til að afla sér leyfis til að sinna daggæslu barna í heimahúsi. Til að öðlast réttindi sem dagforeldri þarf að sækja sérstakt réttindanámskeið sem að öllu jöfnu er haldið í febrúar. Mosfellsbær styrkir umsækjendur sem sækja vilja námskeiðið og gerast dagforeldri. Gott samstarf er milli starfandi dagforeldra og stuðningur við starfsemina af hálfu Mosfellsbæjar.
Sótt er um leyfið í þjónustugátt Mosfellsbæjar og eftirfarandi gögn þurfa að fylgja með umsókninni:
- Sakavottorð allra heimilismanna, 18 ára og eldri.
- Læknisvottorð heimilismanna.
- Meðmæli umsækjanda.
Þegar umsókn hefur borist eru aðstæður á heimili skoðaðar og gefin ráð um mögulegar betrumbætur á því húsnæði sem ætluð er undir starfsemina.
Allar nánari upplýsingar veitir fræðslu- og frístundasvið Mosfellsbæjar. Einnig er hægt að senda póst á mos[hja]mos.is.
Tengt efni
Aukin þjónusta í dagvistun barna og lækkun leikskólagjalda um 5%
Mosfellsbær er stækkandi fjölskyldubær þar sem lagður er metnaður í að veita barnafjölskyldum góða þjónustu.
Dagmæður buðu í grill
Blásið var til grillveislu í gær í tilefni af góða veðrinu.
Dagforeldrar á námskeiði
Dagforeldrar úr Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Akranesi voru á fræðslunámskeiði í gær sem bar yfirskriftina Heilsuvernd, þroski og heilsufar ungra barna.