Dagforeldrar úr Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Akranesi voru á fræðslunámskeiði í gær sem bar yfirskriftina Heilsuvernd, þroski og heilsufar ungra barna.
Hulda Gestsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri í ung- og smábarnavernd og Guðmundur Karl Sigurðsson heimilislæknir á Heilsugæslustöð Mosfellsumdæmis fjölluðu um heilsuvernd, þroska og heilsufar ungra barna. Fjallað var sérstaklega um heilbrigði í umönnun, þroskaframvindu á mismunandi aldursstigum og möguleg veikindi ungra barna og meðhöndlun þeirra.
Þessi sveitarfélög hafa undanfarin ár staðið fyrir fræðslu og uppeldisnámskeiðum fyrir dagforeldra.
Tengt efni
Vilt þú gerast dagforeldri?
Mosfellsbær vekur athygli á því að eftirspurn er eftir þjónustu dagforeldra í sveitarfélaginu.
Aukin þjónusta í dagvistun barna og lækkun leikskólagjalda um 5%
Mosfellsbær er stækkandi fjölskyldubær þar sem lagður er metnaður í að veita barnafjölskyldum góða þjónustu.
Dagmæður buðu í grill
Blásið var til grillveislu í gær í tilefni af góða veðrinu.