Mosfellsbær skrifaði undir viljayfirlýsingu ásamt Eir öryggisíbúðum, Arion banka og Ásgeiri Erni Hlöðverssyni fjárfesti og ráðgjafa.
Í lok nóvember síðastliðins skrifaði Mosfellsbær undir viljayfirlýsingu ásamt Eir öryggisíbúðum, Arion banka og Ásgeiri Erni Hlöðverssyni fjárfesti og ráðgjafa fyrir hönd væntanlegs eiganda og framkvæmdaaðila óstofnaðs eignarhaldsfélags, um þróun og uppbyggingu íbúðar- og þjónustuhúsnæðis fyrir eldri borgara við Bjarkarholt í Mofellsbæ.
Bygginarreiturinn er sunnan við núverandi öryggisíbúðir Eirar. Unnið er að kaupum á lóðunum sem um ræðir og nýju deiliskipulagi þar sem núverandi skipulag gerir ráð fyrir hefðbundinni íbúðarbyggð. Íbúðirnar verða ýmist leigðar eða íbúðaréttur seldur og verður öll þjónusta í samráði við Eir og sambærileg þeirri þjónustu sem er í dag.
Fjöldi íbúða sem fyrirhugað er að reisa ræðst af þeirri vinnu sem fer fram í þróun og skipulagi á verkefninu.
Stefnt er að því að fyrsta áfanga framkvæmda ljúki að þremur árum liðnum.
Talið frá vinstri á mynd: Ármann Andri Einarsson fulltrúi Arion banka, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Sigurður Rúnar Sigurjónsson forstjóri Eir, Ásgeir Örn Hlöðversson fjárfestir og Guðjón Magnússon arkitekt.