Nú er nýlokið í Mosfellsbæ alþjóðlegri samgönguviku, sem fram fer dagana 16. – 22. september á hverju ári um alla Evrópu.
Mosfellsbær tók að venju virkan þátt í samgönguvikunni með ýmsum viðburðum. Haldin var málþing um vistvænar samgöngur í Hlégarði með yfirskriftinni Hjólið og náttúran, boðið var uppá hjólaferðir, leiðarmerkingar voru settar upp á hjólreiðastígum í bænum, Dr. Bæk aðstoðaði við hjólastillingar, keypt var hjólaþrautabraut sem sett var upp á miðbæjartorgin og haldin var BMX-dagur þar sem BMX kappar sýndu listir sínar.