Mosfellsbær hvetur öll til að vera virkir þátttakendur í Samgönguviku sem hefst í dag 16. september 2024. Verkefnið er átaksverkefni evrópskra sveitarfélaga, en þema vikunnar að þessu vinni er almannarými og virkir ferðamátar.
Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem eru allt í senn vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft. Á bíllausa daginn 22. september verður því frítt í strætó á höfuðborginni og einnig í landsbyggðarstrætó.
Dagskrá vikunnar í Mosfellsbæ er sem hér segir:
18. september kl. 16:00 – 18:00
Dr. Bæk á Miðbæjartorginu
Dr. Bæk mætir á Miðbæjartorg með sín tæki og tól og ástandsskoðar hjól og gefur út skoðunarvottorð. Öll velkomin með hjólin sín.
19. september kl. 17:00
BMX-Brós á Miðbæjartorginu
BMX-brós sýna listir sínar á Miðbæjartorginu. Öll velkomin.
22. september
Bíllausi dagurinn
Bíllausi dagurinn og frítt í strætó fyrir öll á höfuðborgarsvæðinu og einnig í landsbyggðarstrætó. Öll eru hvött til að hvíla bílinn og nota vistvænan ferðamáta.
Samgöngustofa stendur fyrir umferðarþingi í Gamla bíó föstudaginn 20. september. Þemað í ár er samspil ólíkra vegfarendahópa.
Tengt efni
BMX-BRÓS mæta á Miðbæjartorgið í dag kl. 17:00
Ástandsskoðun hjá Dr. Bæk í dag kl. 16:00-18:00
Vaskir hjólagarpar tóku þátt í BMX hátíð
Hráslagalegt veður stöðvaði ekki vaska hjólagarpa í gær þegar BMX-BRÓS stóðu fyrir BMX-hátíð á Miðbæjartorgi í tengslum við Samgönguviku.