Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. júní 2023

Dagskrá þjóð­há­tíð­ar­dags­ins í Mos­fells­bæ var fjöl­breytt og veðr­ið lék við há­tíð­ar­gesti.

For­seti bæj­ar­stjórn­ar, Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir fór með há­tíð­ar­ræð­una og fjall­kona var Lára Hrönn Pét­urs­dótt­ir sem flutti Storm eft­ir Hann­es Haf­stein.

Dagskrá þjóða­há­tíð­ar­dags­ins hófst á há­tíð­arg­uð­þjón­ustu í Lága­fells­kirkju und­ir stjórn sr. Henn­ings Em­ils Magnús­son­ar. Ræðu­mað­ur var Jógv­an Han­sen söngv­ari og stóðu skát­ar frá skáta­fé­lag­inu Mosverj­ar heið­ursvörð við kirkj­una.

Skát­arn­ir sáu einn­ig um að leiða skrúð­göngu frá Mið­bæj­ar­torgi að Hlé­garði þar sem há­tíð­ar­dag­skrá­in fór fram að við­stödd­um mikl­um fjölda bæj­ar­búa. Dag­skrá­in sam­an­stóð af flutn­ingi skóla­hljóm­sveit­ar, há­tíð­ar­ræðu for­seta bæj­ar­stjórn­ar sem og ávarpi fjall­kon­unn­ar. Þá voru leik­in at­riði úr úr Dýr­un­um í Hálsa­skógi á veg­um Leik­fé­lags Mos­fells­sveit­ar, hljóm­sveit­in Langi Seli og Skugg­arn­ir léku tónlist og þá mættu íbú­ar úr Lata­bæ og Lára og Ljónsi auk fleiri gesta.

Ár­legt og glæsi­legt kaffi­hlað­borð Aft­ur­eld­ing­ar var vel sótt að vanda og keppt var um titil­inn Sterk­asti mað­ur Ís­lands á Hlé­garðstúni sem er ár­leg keppni skipu­lögð af Hjalta Árna­syni bet­ur þekkt­um sem Hjalta Úr­sus. Í ár var það Garð­ar Karl Ólafs­son sem sigr­aði keppn­ina, Bjarni Trist­an Vil­bergs­son var í öðru sæti og Aron Guð­munds­son í því þriðja. Fjöldi fólks fylgd­ist með keppn­inni sem fór fram á tveim­ur stöð­um þ.e. í Reykja­vík og Mos­fells­bæ þar sem úr­slit­in fóru fram.

Það var lit­rík og skemmti­leg stemn­ing sem ein­kenndi fal­lega bæ­inn okk­ar á þess­um há­tíð­ar­degi og ánægju­legt að sjá hversu marg­ir sóttu við­burð­ina.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00