Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hélt íbúafund um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2011 í Hlégarði þann 26. október.
Markmið fundarins var að fá umræðu meðal íbúa um leiðir til hagræðingar írekstri Mosfellsbæjar á næsta ári og hugmyndir sem nýst geta við gerðfjárhagsáætlunar ársins 2011 sem nú er í gangi.
Í upphafi fundar var hálftíma kynning á starfsemi Mosfellsbæjar, verkefnum sveitarfélagsins og forsendum fjárhagsáætlunarinna, sem Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Halldór Hróarr Sigurðsson endurskoðandi og Pétur J. Lockton fjármálastjóri héldu. Að erindunum loknum voru spurningar úr sal og loks var farið í hópavinnu íbúa.
Lagðar voru fyrir íbúa tvær spurningar: Hvar má spara og hvar má ekki spara? Fjöldi tillaga barst og niðurstöðurnar verða birtar á vefnum um leið og úrvinnslu er lokið.
Fólk er áfram hvatt til að senda inn hugmyndir að hagræðingu í gegnum ábendingakerfi á vef Mosfellsbæjar.