Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. nóvember 2010

Bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar hélt íbúa­fund um fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2011 í Hlé­garði þann 26. októ­ber.

Markmið fund­ar­ins var að fá um­ræðu með­al íbúa um leið­ir til hag­ræð­ing­ar írekstri Mos­fells­bæj­ar á næsta ári og hug­mynd­ir sem nýst geta við gerð­fjár­hags­áætl­un­ar árs­ins 2011 sem nú er í gangi.

Í upp­hafi fund­ar var hálf­tíma kynn­ing á starf­semi Mos­fells­bæj­ar, verk­efn­um sveit­ar­fé­lags­ins og for­send­um fjár­hags­áætl­un­ar­inna, sem Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri, Halldór Hró­arr Sig­urðs­son end­ur­skoð­andi og Pét­ur J. Lockton fjár­mála­stjóri héldu. Að er­ind­un­um lokn­um voru spurn­ing­ar úr sal og loks var far­ið í hópa­vinnu íbúa.

Lagð­ar voru fyr­ir íbúa tvær spurn­ing­ar: Hvar má spara og hvar má ekki spara? Fjöldi til­laga barst og nið­ur­stöð­urn­ar verða birt­ar á vefn­um um leið og úr­vinnslu er lok­ið.

Fólk er áfram hvatt til að senda inn hug­mynd­ir að hag­ræð­ingu í gegn­um ábend­inga­kerfi á vef Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00