Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. ágúst 2009

Mos­fells­bær efndi á dög­un­um til skulda­bréfa­út­boðs til líf­eyr­is­sjóða á verð­tryggð­um skulda­bréf­um og sá Saga Capital Fjár­fest­ing­ar­banki um út­boð­ið.

Saga Capital mun jafn­framt sjá um  skrán­ingu bréf­anna í Kaup­höll Ís­lands. Boðn­ar voru út 1.000 millj­ón­ir króna á 5,0% vöxt­um til tíu ára. Söl­unni er að mestu lok­ið og er já­kvæð nið­ur­staða út­boðs­ins við­ur­kenn­ing á sterkri fjár­hags­legri stöðu Mos­fells­bæj­ar. Þetta er með bestu láns­kjör­um sem sveit­ar­fé­lög­um hef­ur boð­ist á ár­inu.

Láns­féð verð­ur nýtt til end­ur­fjármögn­un­ar skulda og til þess að ljúka þeim verk­efn­um sem eru í gangi vegna upp­bygg­ing­ar í Mos­fells­bæ. Þar á með­al er bygg­ing nýs, fram­sæk­ins skóla, Krika­skóla, sem tek­inn verð­ur í notk­un snemma á næsta ári.

Saga Capital, sem sá um sölu skulda­bréf­anna, hef­ur ver­ið leið­andi að­ili í fjár­mögn­un sveit­ar­fé­laga það sem af er ár­inu. Bank­inn er óháð­ur fyr­ir­tækja­banki sem veit­ir þjón­ustu á sviði fyr­ir­tækja­ráð­gjaf­ar, út­lána og verð­bréfamiðl­un­ar til fyr­ir­tækja og fjár­festa.

Rekst­ur Mos­fells­bæj­ar á ár­inu 2008 gekk vel – ekki síst ef mið­að er við að­stæð­ur í þjóð­fé­lag­inu. Rekstr­araf­gang­ur af A-hluta að und­an­skild­um fjár­magns­gjöld­um var 414 millj­ón­ir króna. Fjár­magns­gjöld voru tæp­ar 439 millj­ón­ir og er því rekstr­ar­halli á A-hluta sem nem­ur rúm­um 25 millj­ón­um á ár­inu 2008. Veltufé frá rekstri var 402 millj­ón­ir og hand­bært fé frá rekstri var 541 millj­ón.

Mos­fells­bær er ekki skuld­sett bæj­ar­fé­lag og er með lágt hlut­fall skulda í er­lendri mynt. Sveit­ar­fé­lag­ið hef­ur ekki tek­ið lang­tíma­lán síð­an 2004 og hef­ur und­an­farin fimm ár greitt nið­ur skuld­ir.

Mos­fells­bær er sjö­unda fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins með um 8400 íbúa og hef­ur þeim fjölgað um 57% á síð­ustu tíu árum. Í að­eins einu öðru sveit­ar­fé­lagi á land­inu  hef­ur íbú­um fjölgað hlut­falls­lega meira en í Mos­fells­bæ á síð­asta ára­t­ug.

Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri seg­ir: “Það er ánægju­legt að okk­ur hef­ur tek­ist að fjár­magna brýn verk­efni með betri kjör­um en al­mennt bjóð­ast. Við­tök­urn­ar eru við­ur­kenn­ing á ábyrg­um rekstri sveit­ar­fé­lags­ins á und­an­förn­um árum. Rekstr­arnið­ur­staða síð­asta árs er mjög ásætt­an­leg og í raun afrakst­ur mik­ill­ar vinnu sem starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar hef­ur lagt á sig til þess að gæta að­halds í rekstri bæj­ar­ins og vil ég nota tæki­fær­ið og koma á fram­færi þakklæti til þeirra.”

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00