Barna- og ungmennaþing í Mosfellsbæ var haldið í Hlégarði 13. apríl þar sem um 90 nemendur í 5. – 10. bekk í Mosfellsbæ tóku þátt.
Ungmennaráð var gestgjafi og voru jafnframt í hlutverki umræðustjóra á borðum ásamt útskriftarnemum frá FMOS.
Helstu niðurstöður umræðna á þinginu voru innanbæjarstrætó, fleiri stuðningsfulltrúar í skólum, aukin fræðsla um andlega heilsu, betri matur og betri leikvelli fyrir boltaíþróttir.
Kraftur, gleði og samheldni var allsráðandi á þessum sólríka degi og voru þátttakendur sammála um að dagurinn hafi heppnast vel.
Þingið er hluti af verkefninu barnvænt sveitarfélag sem Mosfellsbær vinnur að innleiðingu á og byggir á barnasáttmála sameinuðu þjóðanna.
Ljósmyndari: Helga Dögg Reynisdóttir
Tengt efni
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar