Barna- og ungmennaþing í Mosfellsbæ var haldið í Hlégarði 13. apríl þar sem um 90 nemendur í 5. – 10. bekk í Mosfellsbæ tóku þátt.
Ungmennaráð var gestgjafi og voru jafnframt í hlutverki umræðustjóra á borðum ásamt útskriftarnemum frá FMOS.
Helstu niðurstöður umræðna á þinginu voru innanbæjarstrætó, fleiri stuðningsfulltrúar í skólum, aukin fræðsla um andlega heilsu, betri matur og betri leikvelli fyrir boltaíþróttir.
Kraftur, gleði og samheldni var allsráðandi á þessum sólríka degi og voru þátttakendur sammála um að dagurinn hafi heppnast vel.
Þingið er hluti af verkefninu barnvænt sveitarfélag sem Mosfellsbær vinnur að innleiðingu á og byggir á barnasáttmála sameinuðu þjóðanna.
Ljósmyndari: Helga Dögg Reynisdóttir
Tengt efni
Nemendur úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum
Tveir vinabekkir 1.B og 8.B úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum úr Yrkjusjóði nálægt Köldukvísl nýlega.
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.
Líf og fjör í Mosó í allt sumar
Það er nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar.