Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. apríl 2023

Barna- og ung­menna­þing í Mos­fells­bæ var hald­ið í Hlé­garði 13. apríl þar sem um 90 nem­end­ur í 5. – 10. bekk í Mos­fells­bæ tóku þátt.

Ung­mennaráð var gest­gjafi og voru jafn­framt í hlut­verki um­ræð­u­stjóra á borð­um ásamt út­skrift­ar­nem­um frá FMOS.

Helstu nið­ur­stöð­ur um­ræðna á þing­inu voru inn­an­bæjar­strætó, fleiri stuðn­ings­full­trú­ar í skól­um, aukin fræðsla um and­lega heilsu, betri mat­ur og betri leik­velli fyr­ir boltaí­þrótt­ir.

Kraft­ur, gleði og sam­heldni var alls­ráð­andi á þess­um sól­ríka degi og voru þátt­tak­end­ur sam­mála um að dag­ur­inn hafi heppn­ast vel.

Þing­ið er hluti af verk­efn­inu barn­vænt sveit­ar­fé­lag sem Mos­fells­bær vinn­ur að inn­leið­ingu á og bygg­ir á barna­sátt­mála sam­ein­uðu þjóð­anna.

Ljós­mynd­ari: Helga Dögg Reyn­is­dótt­ir

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00