Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Hrá­slaga­legt veð­ur stöðv­aði ekki vaska hjólagarpa í gær þeg­ar BMX-BRÓS stóðu fyr­ir BMX-há­tíð á Mið­bæj­ar­torgi í tengsl­um við Sam­göngu­viku.

Í kjöl­far kraft­mik­ill­ar sýn­ing­ar þar sem hjólasnill­ing­ar léku list­ir sín­ar á BMX hjól­um gafst þátt­tak­end­um færi á að leysa krefj­andi hjóla­þraut­ir, fá kennslu í grund­vall­ar­at­rið­um og að lok­um var tíma­taka og verð­laun veitt fyr­ir besta tím­ann. All­ir fengu að auki BMX-BRÓS límmiða.

Næsti við­burð­ur Sam­göngu­viku verð­ur í dag, mið­viku­dag­inn 20. sept­em­ber, en þá mæt­ir Dr. Bæk á Mið­bæj­ar­torg­ið. Öll sem eiga hjól eru hvött til að koma með hjól­hesta sína í fría ástands­skoð­un hjá Dr. Bæk.

Doktor­inn kem­ur með far­and­skoð­un­ar­stöð­ina sína, pumpu, ol­í­ur og nokkra skiptilykla. Hann skoð­ar hjól­in og vott­ar heilsu þeirra.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00