Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. október 2021

Mik­il­vægt er að íbú­ar á þekkt­um jarð­skjálfta­svæð­um geri ráð­staf­an­ir til að draga úr tjóni vegna jarð­skjálfta. Það er hægt að gera á ýms­an hátt.

Mik­il­vægt er að íbú­ar á þekkt­um jarð­skjálfta­svæð­um geri ráð­staf­an­ir til að draga úr tjóni vegna jarð­skjálfta. Það er hægt að gera á ýms­an hátt.

Hús­gögn
Fest­ið skápa, hill­ur og þunga muni í gólf eða vegg. Haf­ið hjól sem eru á hús­gögn­um alltaf í læstri stöðu. Ef eng­in læs­ing er á hjól­un­um, setj­ið þá ramma utan um hjólin til að koma í veg fyr­ir að hús­gögn­in fari af stað í jarð­skjálfta. Mun­ið hins veg­ar að rammi eða læs­ing á hjól­um kem­ur ekki í veg fyr­ir að hús­gögn velti. Fest­ið létta skraut­muni með kenn­artyggjó.

Laus­ir mun­ir og skraut­mun­ir
Still­ið þung­um mun­um ekki of­ar­lega í hill­ur eða á veggi án þess að festa þá tryggi­lega. Hægt er að nota kenn­ar­artyggjó til að tryggja að létt­ari mun­ir færist ekki úr stað við jarð­skjálfta. Þung­ur borð­bún­að­ur og hlut­ir eru best geymd­ir í neðri skáp­um, helst lok­uð­um.

Kyndi­tæki og ofn­ar
Fest­ið kyndi­tæki og ofna. Kynn­ið ykk­ur stað­setn­ingu og lok­un á vatns­inntaki og raf­magn­stöflu. Fest­ið hita­veitu­ofna tryggi­lega. Leki get­ur vald­ið miklu tjóni ef ekki er lokað strax fyr­ir vatn­ið. Sama gild­ir um frá­g­ang á þvotta­vél­um og upp­þvotta­vél­um.

Mynd­ir, ljósakrón­ur
Fest­ið mynd­ir og ljósakrón­ur í lok­að­ar lykkj­ur.

Skápa­hurð­ir
Geym­ið þung­an borð­bún­að í neðri skáp­um / skúff­um og setj­ið ör­ygg­is­læs­ing­ar / barna­læs­ing­ar á skápa­hurð­ir til varn­ar að inni­hald þeirra falli út úr þeim.

Svefnstað­ir
Fyr­ir­bygg­ið að skáp­ar, mál­verk, brot­hætt­ir og þung­ir mun­ir geti fall­ið á svefnstaði. Var­ist að hafa rúm við stóra glugga og hlaðna milli­veggi.

Loft og gólf
Gang­ið vel frá nið­ur­hengd­um loft­um og upp­hækk­uð­um gólf­um.

Rúð­ur
Byrg­ið fyr­ir glugga eða setj­ið ör­ygg­is­filmu á rúð­ur til að koma í veg fyr­ir skæða­drífu gler­brota ef rúða brotn­ar. Lát­ið rúm ekki standa und­ir glugg­um ef hætta er á jarð­skjálft­um.

Trygg­ing­ar
Bæt­ur Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar Ís­lands á fast­eign­um eru mið­að­ar við bruna­trygg­ing­ar, sem eru skyldu­trygg­ing­ar. Mik­il­vægt er að inn­bús­trygg­ing­ar sem eru frjáls­ar trygg­ing­ar, séu sem næst raun­veru­legu verð­mæti inn­bús svo tjón fá­ist að fullu bætt.

Út­varp og til­kynn­ing­ar
Hlust­ið á til­kynn­ing­ar og fyr­ir­mæli sem gef­in eru í út­varpi. Gott er að hafa út­varp með lang­bylgju ef FM send­ar detta út. Þá er hægt að hlusta á út­varp í bíl­um.

Sím­ar
Farsím­ar duga skammt ef raf­magn dett­ur út í lengri tíma. Þá get­ur ver­ið gott að eiga hleðslu­tæki til að hafa í bif­reið eða hleðslu­banka til að hlaða farsíma. Sendu SMS til þinna nán­ustu í stað þess að hringja (sér­stak­lega eft­ir stór­an jarð­skjálfta) til að minnka álag á sím­kerfi í ham­förum.

Krjúpa, skýla, halda
Á jarð­skjálfta­svæð­um er hægt að draga úr af­leið­ing­um jarð­skjálfta með jarð­skjálftaæf­ing­um til að vera bet­ur við­bú­in þeg­ar stór skjálfti verð­ur:

  • Krjúpa
  • Skýla
  • Halda

Út í horni við burð­ar­vegg eða krjúpa und­ir borð, skýla höfði og halda sér í.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00