Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. febrúar 2021

Í dag hafa 21 skjálfti mælst af stærð 3 til 4,4 norð­an­vert Fagra­dals­fjall.

Á milli klukk­an 11:59 og 14:00 mæld­ust 14 jarð­skjálft­ar þeirra og nú laust fyr­ir klukk­an 17:00 mæld­ust tveir, ann­ar 4,4 að stærð. Þess­ir skjálft­ar hafa all­ir fund­ist á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og þeir stærstu einn­ig á Suð­ur­landi, á Akra­nesi og í Borg­ar­nesi. Þessi virkni er með upp­tök í ná­grenni við stærsta skjálfta hrin­unn­ar sem varð kl. 10:05 að morgni 24. fe­brú­ar sl. og mæld­ist 5,7 að stærð.

Sam­sett­ar Sent­inel-1 gervi­tungla­mynd­ir bár­ust í morg­un og spanna tíma­bil­ið 19.-25. fe­brú­ar. Gervi­tungla­úr­vinnsla stað­fest­ir að færsl­ur hafa mælst á svæð­inu milli Svartseng­is og Krýsu­vík­ur en þær nema nokkr­um sentí­metr­um. Fleka­skil ganga þvert í gegn­um Reykja­nesskag­ann og eru færsl­urn­ar sem mælast með gervi­tungl­um til marks um land­reks­hreyf­ing­ar þar sem Evr­asíuflek­inn færist í aust­læga átt og Am­er­íkuflek­inn til vest­urs.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00