Í dag hafa 21 skjálfti mælst af stærð 3 til 4,4 norðanvert Fagradalsfjall.
Á milli klukkan 11:59 og 14:00 mældust 14 jarðskjálftar þeirra og nú laust fyrir klukkan 17:00 mældust tveir, annar 4,4 að stærð. Þessir skjálftar hafa allir fundist á höfuðborgarsvæðinu og þeir stærstu einnig á Suðurlandi, á Akranesi og í Borgarnesi. Þessi virkni er með upptök í nágrenni við stærsta skjálfta hrinunnar sem varð kl. 10:05 að morgni 24. febrúar sl. og mældist 5,7 að stærð.
Samsettar Sentinel-1 gervitunglamyndir bárust í morgun og spanna tímabilið 19.-25. febrúar. Gervitunglaúrvinnsla staðfestir að færslur hafa mælst á svæðinu milli Svartsengis og Krýsuvíkur en þær nema nokkrum sentímetrum. Flekaskil ganga þvert í gegnum Reykjanesskagann og eru færslurnar sem mælast með gervitunglum til marks um landrekshreyfingar þar sem Evrasíuflekinn færist í austlæga átt og Ameríkuflekinn til vesturs.
Tengt efni
Varnir og viðbúnaður vegna jarðskjálfta
Mikilvægt er að íbúar á þekktum jarðskjálftasvæðum geri ráðstafanir til að draga úr tjóni vegna jarðskjálfta. Það er hægt að gera á ýmsan hátt.
Upplýsingar og ráðleggingar varðandi heilsufar í tengslum við jarðskjálftahrinu
Í jarðskjálftahrinu eins og nú gengur yfir Reykjanes og hefur áhrif víða á suðvesturhorni landsins er ekki óeðlilegt að finna fyrir sálrænum einkennum.
Tilkynning frá Almannavörnum varðandi jarðskjálfta