Útimarkaður verður haldinn í Álafosskvosinni laugardaginn 29. ágúst kl. 11-16.
Þetta er í fjórða sinn sem Varmársamtökin standa fyrir útimarkaði í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima. Margvíslegt góðgæti og skemmtilegur varningur verður á boðstólnum s.s. grænmeti, silungur, lax, harðfiskur, sultur og mauk, fatnaður, skartgripir, snyrtivörur, blóm, kompudót, kaffiveitingar o.fl.
Mikil aðsókn hefur frá upphafi verið að útimarkaðnum og áhersla lögð á fjölbreytt góss og góðar vörur. Sölubásar eru til leigu í tjöldum og er enn pláss fyrir sölufólk.
Tengt efni
Hundahlaupið haldið í tengslum við bæjarhátíð
Áhersla á öryggi á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Bæjarhátíðin Í túninu heima var formlega sett á hátíðardagskrá í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ í gær.
Starfsmenn sem hafa náð 25 ára starfsaldri heiðraðir