Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. desember 2022

12. des­em­ber sl. fór fram út­hlut­un styrkja úr Sól­eyju, styrkt­ar­sjóði Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, til ný­sköp­un­ar­verk­efna.

Eitt af áherslu­verk­efn­um Sókn­aráætl­un­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hef­ur það að mark­miði að hvetja til þátt­töku at­vinnu­lífs­ins í ný­sköp­un­ar­verk­efn­um á sviði vel­ferð­ar- og sam­fé­lags­mála ann­ars veg­ar og um­hverf­is- og sam­göngu­mála hins veg­ar ásamt því að efla sam­starf at­vinnu­lífs og sveit­ar­fé­laga inn­an beggja mála­flokk­anna.

Út­hlut­un­ar­nefnd vegna verk­efna á sviði um­hverf­is og sam­gangna var skip­uð Jóni Kjart­ani Ág­ústs­syni, til­nefnd­um af SSH, Ein­ari Olavi Mantyla til­nefnd­um af Auðnu tækni­torgi og Þor­steini R. Her­manns­syni til­nefnd­um af Betri sam­göng­um ohf. Út­hlut­un­ar­nefnd vegna verk­efna á sviði vel­ferð­ar og sam­fé­lags var skip­uð Svan­hildi Þengils­dótt­ur til­nefndri af SSH, Kolfinnu Krist­ín­ar­dótt­ur til­nefndri af Klaki-Icelandic startups og Stein­unni Hrafns­dótt­ur til­nefndri af Fé­lags­vís­inda­sviði Há­skóla Ís­lands.

Við mat á um­sókn­um litu út­hlut­un­ar­nefnd­ir einkum til eft­ir­far­andi þátta:

  • Er um­sókn til sam­ræm­is við áskiln­að í starfs­regl­um/aug­lýs­ing­um?
  • Er um ný­sköp­un að ræða?
  • Teng­ir verk­efn­ið sam­an sveit­ar­fé­lög og at­vinnu­líf?
  • Fell­ur verk­efn­ið að áhersl­um sókn­aráætl­un­ar?

Eft­ir­tal­in verk­efni hlutu styrk, hvert um sig að fjár­hæð 1.000.000 kr., úr sjóðn­um:

Á sviði um­hverf­is og sam­gangna:

Verk­efni VSB verk­fræði­stofu – „Hjóla­próf í grunn­skól­um”:
Verk­efn­ið felst í því að búa til bók­legt og verk­legt hjóla­próf fyr­ir börn á aldr­in­um 10-12 ára með það að mark­miði að auka færni þeirra og draga úr slysa­hættu með það lang­tíma markmið að auka hlut­deild hjól­reiða í sam­göng­um.

Verk­efni EFLU verk­fræði­stofu – „Snjall­ari al­menn­ings­sam­göng­ur“:
Verk­efn­ið felst í grein­ingu á því með hvaða hætti megi efla pönt­un­ar­þjón­ustu Strætó bs. Verð­ur t.a.m. horft til þess hvort og hvar væri mögu­legt og skyn­sam­legt að setja akst­urs­leið­ir í pönt­un­ar­þjón­ustu og verð­ur m.a. fram­kvæmd við­horfs­könn­un með­al íbúa í þeim til­gangi að greina það. Af­urð verk­efn­is­ins verð­ur skýrsla sem ætla megi að nýt­ist sveit­ar­fé­lög­un­um við grein­ingu á því hvernig rétt sé t.a.m. að þjón­usta hverfi sem eru í upp­bygg­ingu, og leið­ir sem hafa litla nýt­ingu t.d. utan anna­tíma.

Verk­efni Bambahúsa ehf. – „Barn sem rækt­ar kál borð­ar kál“:
Styrk­ur­inn verð­ur nýtt­ur að koma á sam­starfi við inn­flutn­ings­að­ila bamba um að nýta bamba, sem eru 1000 lítra IBC tank­ar sem vökvi er flutt­ur í og væri ella farg­að. Bambarn­ir eru svo nýtt­ir til fram­leiðslu gróð­ur­húsa sem m.a. nýt­ast til um­hver­fis­kennslu í leik- og grunn­skól­um. Von­ast er til þess að í vor verði kom­ið á sam­starf um ráð­stöf­un á bömb­um og nið­ur­greiðslu Bambahúsa til leik­skóla.

Á sviði vel­ferð­ar og sam­fé­lags:

Verk­efni Týndu stelpn­anna ehf – „Sara – stelpa með ADHD“:
Sótt er um styrk til að skrifa og gefa út barna­bók um stelpu með ADHD, til að auka skiln­ing á ADHD og vekja at­hygli á mis­mun­andi birt­ing­ar­mynd­um ADHD eft­ir kynj­um.

Verk­efni Of­beld­is­for­varn­ar­skól­ans ehf – „Geltu – For­varn­ar­mynd um hat­ursorð­ræðu“:
Verk­efn­ið felst í vinnslu stutt­mynd­ar um hat­ursorð­ræðu þar sem tek­ið er á út­lend­inga­h­atri og kyn­bundnu of­beldi. Mark­mið­ið er m.a. að varpa ljósi á hvað leið­ir til hat­ursorð­ræðu og að styrkja sjálfs­mynd ungra inn­flytj­enda og hinseg­in ung­linga.

Verk­efni Knatt­spyrnu­fé­lags Reykja­vík­ur í sam­starfi við Sam­fé­lags­hús­ið Afla­granda 40 um heilsu­efl­ingu eldri borg­ara – „Kraft­ur í KR“:
Um er að ræða sam­starfs­verk­efni Sam­fé­lags­húss­ins á Afla­granda og KR er snýr að hreyf­ingu fyr­ir eldra fólk. Styrkn­um verð­ur var­ið til efl­ing­ar starfs­ins, til að auka fjöl­breytni hreyf­ing­ar og koma á fót göngu­hópi og til að styrkja frí­stunda­akst­ur, þ.e. rútu sem sæk­ir ein­stak­linga í hverf­inu og kem­ur þeim á stað­inn.

Verk­efni Fjöl­miðla­nefnd­ar og Tengslanets um upp­lýs­inga- og miðla­læsi – „Upp­lýs­inga- og miðla­læsisvika“:
Verk­efn­ið felst í að byggja upp fræðslu og þjálf­un fyr­ir kenn­ara og frí­stunda­leið­bein­end­ur til að auka miðla­læsi yngri kyn­slóð­ar­inn­ar. Um verð­ur að ræða þýð­ing­ar á er­lendu efni og fræðslu­mynd­bönd. Gert er ráð fyr­ir um­fjöll­un um sam­fé­lags­miðla, frétt­ir og fals­frétt­ir, hat­ur og áreiti, for­eldra og ör­yggi.

Á mynd­inni efst eru, frá vinstri til hægri, Páll Björg­vin Guð­munds­son fram­kvæmda­stjóri SSH, Bene­dikta Sör­en­sen, Katla Mar­grét Ara­dótt­ir, Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir, Daði Bald­ur Ottós­son, Thijs Kr­eu­kels, Pálmi Rafn Pálma­son, Jón Haf­þór Marteins­son og Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar og formað­ur stjórn­ar SSH.

Mynd 1: Verk­efni VSB verk­fræði­stofu: „Hjóla­próf í grunn­skól­um”. Thijs Kr­eu­kels veitti styrkn­um við­töku og skrif­aði und­ir fyr­ir hönd VSB.

Mynd 2: Verk­efni EFLU-verk­fræði­stofu: „Snjall­ari al­menn­ings­sam­göng­ur“. Daði Bald­ur Ottós­son veitti styrkn­um við­töku og skrif­aði und­ir fyr­ir hönd EFLU.

Mynd 3: Verk­efni Bambahúsa ehf. - „Barn sem rækt­ar kál borð­ar kál“. Jón Haf­þór Marteins­son veitti styrkn­um við­töku og skrif­aði und­ir fyr­ir hönd Bambahúsa.

Mynd 4: Verk­efni Týndu stelpn­anna ehf: „Sara – stelpa með ADHD. Katla Mar­grét Ara­dótt­ir veitti styrkn­um við­töku og skrif­aði und­ir fyr­ir hönd Týndu stelpn­anna.

Mynd 5: Verk­efni Of­beld­is­for­varn­ar­skól­ans ehf: „Geltu – For­varn­ar­mynd um hat­ursorð­ræðu“. Bene­dikta Sör­en­sen veitti styrkn­um við­töku og skrif­aði und­ir fyr­ir hönd Of­beld­is­for­varn­ar­skól­ans.

Mynd 6: Verk­efni Knatt­spyrnu­fé­lags Reykja­vík­ur í sam­starfi við Sam­fé­lags­hús­ið Afla­granda 40 um heilsu­efl­ingu eldri borg­ara: „Kraft­ur í KR“. Pálmi Rafn Pálma­son veitti styrkn­um við­töku og skrif­aði und­ir fyr­ir hönd KR.

Mynd 7: Verk­efni Fjöl­miðla­nefnd­ar og Tengslanets um upp­lýs­inga- og miðla­læsi: „Upp­lýs­inga- og miðla­læsisvika“. Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir veitt styrkn­um við­töku og skrif­aði und­ir fyr­ir hönd Fjöl­miðla­nefnd­ar og Tengslanets um upp­lýs­inga- og miðla­læsi.

Tengt efni