Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. júlí 2025

Mos­fells­bær ósk­ar eft­ir til­boð­um í verk­ið Helga­fells­land 5. áfangi – Dælu­hús.

Fram­kvæmd­in fel­ur í sér fulln­að­ar­frág­ang á nýju dælu­húsi við Úu­götu, nán­ar til­tek­ið los­un klapp­ar og jarð­vegs­skipt­um und­ir nýju dælu­húsi, upp­steypu þess og fulln­að­ar­frá­gangi að utan auk fulln­að­ar­frá­gangi lagna og dælu­hluta inn­an­húss. Þessu til við­bót­ar skal verktaki ganga frá stálp­alli og stiga inni í bygg­ing­unni og hlaupa­ketti í lofti henn­ar.

Verk­ið skipt­ist í tvo áfanga sem skipt­ast á tvö ár þ.e.a.s.:

  1. áfangi – Jarð­vinna, upp­steypa: Verklok 1. des­em­ber 2025
  2. áfangi – Tækni­bún­að­ur inn­an­húss: Verktími 1. janú­ar – 1. apríl 2026

Helstu magn­töl­ur eru:

  • Los­un klapp­ar 10 m3
  • Upp­gröft­ur 75 m3
  • Að­flutt fyll­ing 75 m3
  • Mót 290 m3
  • Járn­bend­ing 2.550 kg
  • Stein­steypa 40 m3
  • Ein­angr­un 170 m2
  • Ál­klæðn­ing 86 m2
  • Stálp­all­ur 6 m2
  • Stál­stigi 1 stk
  • Hlaupa­kött­ur 1 stk
  • Frá­veitu og ræsilagn­ir 48 m
  • Vatns­veitu­lagn­ir 10 m
  • Hita­veitu­lagn­ir 24m
  • Raf- og stýristreng­ir 427 m

Út­boðs­gögn eru öll­um að­gengi­leg með ra­f­ræn­um hætti, án end­ur­gjalds á út­boðsvef VSÓ Ráð­gjaf­ar á vef­slóð­inni vso.ajour­system.net frá og með föstu­deg­in­um 04.07.2025, kl. 14:00.

Til­boð­um skal skila með ra­f­ræn­um hætti á fram­an­greind­an út­boðsvef eigi síð­ar en mið­viku­dag­inn 23.07.2025, kl. 14:00.

Opn­un til­boða: 23.07.2025, kl. 14:00.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00