Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í verkið Helgafellsland 5. áfangi – Dæluhús.
Framkvæmdin felur í sér fullnaðarfrágang á nýju dæluhúsi við Úugötu, nánar tiltekið losun klappar og jarðvegsskiptum undir nýju dæluhúsi, uppsteypu þess og fullnaðarfrágangi að utan auk fullnaðarfrágangi lagna og dæluhluta innanhúss. Þessu til viðbótar skal verktaki ganga frá stálpalli og stiga inni í byggingunni og hlaupaketti í lofti hennar.
Verkið skiptist í tvo áfanga sem skiptast á tvö ár þ.e.a.s.:
- áfangi – Jarðvinna, uppsteypa: Verklok 1. desember 2025
- áfangi – Tæknibúnaður innanhúss: Verktími 1. janúar – 1. apríl 2026
Helstu magntölur eru:
- Losun klappar 10 m3
- Uppgröftur 75 m3
- Aðflutt fylling 75 m3
- Mót 290 m3
- Járnbending 2.550 kg
- Steinsteypa 40 m3
- Einangrun 170 m2
- Álklæðning 86 m2
- Stálpallur 6 m2
- Stálstigi 1 stk
- Hlaupaköttur 1 stk
- Fráveitu og ræsilagnir 48 m
- Vatnsveitulagnir 10 m
- Hitaveitulagnir 24m
- Raf- og stýristrengir 427 m
Útboðsgögn eru öllum aðgengileg með rafrænum hætti, án endurgjalds á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar á vefslóðinni vso.ajoursystem.net frá og með föstudeginum 04.07.2025, kl. 14:00.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef eigi síðar en miðvikudaginn 23.07.2025, kl. 14:00.
Opnun tilboða: 23.07.2025, kl. 14:00.