Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. júní 2016

Um­hverf­is­svið Mos­fells­bæj­ar ósk­ar eft­ir til­boð­um í verk­ið: Vest­ur­lands­veg­ur við Að­altún, bið­stöð Strætó.

Verk­ið felst í gerð bið­stöðv­ar fyr­ir stræt­is­vagna við Vest­ur­landsveg við Að­altún í Mos­fells­bæ, gerð teng­i­stíga við nú­ver­andi stíga­kerfi og breyt­inga á lýs­ingu.

Helstu magn­töl­ur eru:

  • Rif yf­ir­borðs 600 m3
  • Upp­gröft­ur og end­ur­fyll­ing 1.400 m3
  • Að­flutt fyll­ing 1.100 m3
  • Mal­bik 1.180 m2
  • Hellu­lagn­ir 80 m2
  • Strengja­skurð­ir 100 m
  • Þöku­lagn­ir 200 m2
  • Gras­sán­ing 450 m2

Verk­inu skal að fullu lok­ið 01.10.2016.

Út­boðs­gögn á geisladiski verða af­hent í þjón­ustu­veri á bæj­ar­skrif­stof­um Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 2. hæð frá og með þriðju­deg­in­um 07.06.2016.

Til­boð­um skal skilað á sama stað eigi síð­ar en þriðju­dag­inn 21.06.2016 kl. 11.00 og þau opn­uð að við­stödd­um þeim bjóð­end­um sem þess óska.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00