Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Vesturlandsvegur við Aðaltún, biðstöð Strætó.
Verkið felst í gerð biðstöðvar fyrir strætisvagna við Vesturlandsveg við Aðaltún í Mosfellsbæ, gerð tengistíga við núverandi stígakerfi og breytinga á lýsingu.
Helstu magntölur eru:
- Rif yfirborðs 600 m3
- Uppgröftur og endurfylling 1.400 m3
- Aðflutt fylling 1.100 m3
- Malbik 1.180 m2
- Hellulagnir 80 m2
- Strengjaskurðir 100 m
- Þökulagnir 200 m2
- Grassáning 450 m2
Verkinu skal að fullu lokið 01.10.2016.
Útboðsgögn á geisladiski verða afhent í þjónustuveri á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með þriðjudeginum 07.06.2016.
Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 21.06.2016 kl. 11.00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.