Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. júlí 2022

Um­hverf­is­svið Mos­fells­bæj­ar ósk­ar eft­ir til­boð­um í verk­ið: Kvíslaskóli: Færanlegar kennslustofur.

Mos­fells­bær ósk­ar eft­ir áhuga­söm­um að­il­um til að taka þátt í út­boði vegna verk­efn­is­ins: Kvíslaskóli: Færanlegar kennslustofur.

Helstu verk­þætt­ir eru:

Verk­ið fel­ur í sér uppsetningu á átta færanlegum kennslustofum

Innifalið í verði skal vera allur kostnaður við smíði kennslustofueininga, undirstöður, pallar og skárampar frá rýmingarleiðum, gröftur, lagnir og lagning þeirra, flutningur og kranavinna og frágangur umhverfis í verklok.

Kennslustofueiningarnar skulu vera byggðar á stálbitum, eða vera þannig úr garði gerðar að hægt sé að lyfta þeim upp í heilu lagi, til flutnings, og koma fyrir annars staðar, þegar þörf fyrir viðbótar kennsluhúsnæði breytist.

Kennslustofueiningar og framkvæmdin öll, skal standast kröfur byggingarfulltrúa og gildandi lög og reglugerðir, sem eiga við þessa framkvæmd.

Verk­inu skal að fullu lok­ið í 14. ágúst 2022 í sam­ræmi við ákvæði út­boðs­gagna.

Út­boðs­gögn eru ein­göngu af­hent ra­f­rænt frá og með þriðjudeginum 12.júlí 2022. Beiðn­ir um út­boðs­gögn má senda á net­fang­ þjónustuvers Mosfellsbæjar,  mos@mos.is, þar sem til­greina þarf nafn fyr­ir­tæk­is og tengi­liðs. Einnig er hægt að hafa sam­band við þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar í síma 525-6700.

Til­boð­um skal skil­að á sama stað, bæj­ar­skrif­stof­ur Mos­fells­bæj­ar, eigi síð­ar en mánudaginn 18. júlí 2022 kl.10:00 og þau opn­uð að við­stödd­um þeim bjóð­end­um sem þess óska.

Ekki verð­ur hald­inn opn­un­ar­fund­ur en nið­ur­stöð­ur verða birt­ar á vef Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00