Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Kvíslarskóli – Endurnýjun glugga.
Verkið felur í sér endurnýjun á gluggum 1. hæðar og endurnýjun á gluggum 2. hæðar Kvíslarskóla.
Helstu magntölur (magntölur hér einungis til kynningar, bjóðandi skal taka mál af magnskrám og teikningum fyrir tilboðsgerð og sannreyna á staðnum fyrir samningsgerð):
- Fjarlægja glugga ~380 m2, ~350m
- Taka niður veggklæðningu í kringum og undir glugga, merkja og varðveita
- Afhenda nýja glugga skv. útboðslýsingu ~422 m2
- Setja inn nýja glugga ~422 m2, ~370m
- Frágangur í kringum glugga, að utan og innan
- Setja upp klæðningu undir og í kringum glugga
Útboðsgögn verða afhent rafrænt 22. mars 2023 frá kl. 15:00 til þeirra sem þess óska. Senda skal netpóst á mos@mos.is, þar sem tilgreina þarf nafn fyrirtækis og tengiliðs. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700.
Kynningarfundur er 27. mars 2023 kl. 10:00 í Kvíslarskóla, aðalinngangur.
Tilboðum skal skilað á netfangið mos@mos.is eða í þjónustuver Mosfellsbæjar, eigi síðar en mánudaginn 17. apríl 2023 kl. 11:00 og þau opnuð á fundi kl. 11:15 þann sama dag að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.