Markmið Klörusjóðs er að stuðla að framþróun á skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ. Sjóðurinn er ætlaður til að styrkja verkefni sem unnin eru í einstökum skólum eða í samstarfi á milli skóla.
Veittir eru styrkir einu sinni á ári úr sjóðnum. Heildarframlag sjóðsins árið 2024 eru þrjár milljónir.
Í nýsköpunar- og þróunarsjóðinn geta sótt einstaka kennarar, kennarahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við skóla/frístund í Mosfellsbæ, einn skóli eða fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu sem og fræðslu- og frístundasvið í samstarfi við skóla.
Sótt er um á þjónustugátt Mosfellsbæjar. Umsóknarfrestur er til 15. apríl.
Umsókn á þjónustugátt:
Reglur Klörusjóðs:
Nafn sjóðsins er Klörusjóður, til heiðurs Klöru Klængsdóttur (1920-2011). Klara útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands árið 1939 og hóf sama ár kennslu við Brúarlandsskóla. Hún starfaði alla sína starfsævi sem kennari í Mosfellsbæ.
Tengt efni
Styrkir til verkefna á sviði velferðarmála fyrir árið 2025
Umsókn um styrk til náms, verkfæra- og tækjakaupa 2024
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2024.
Erna Sóley afreksíþróttamaður 2024