Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 voru afhentar við hátíðlega athöfn í Hlégarði þann 28. ágúst sl.
Umhverfisviðurkenningar eru veittar þeim sem talið er að hafi skarað fram úr í umhverfismálum á árinu.
Íbúum gefst kostur á að senda inn tilnefningar um einstaklinga, garða, götur, svæði, stofnanir, félagasamtök eða fyrirtæki, sem þeim finnst koma til greina.
Umhverfisnefnd veitti í ár fjórar viðurkenningar auk þess sem tré ársins var valið.
Súluhöfði 31
Anna M. Höskuldsdóttir og Gunnar Kristjánsson fá viðurkenningu fyrir fallegan og fjölskrúðugan garð að Súluhöfða 31.
Dalatangi 6
Ragnheiður Þ. Waage og Valgeir Jónasson fá viðurkenningu fyrir fallegan garð að Dalatanga 6 þar sem hugað er að smáatriðum.
Reykjadalur 2
Bára Sigurðardóttur og Guðlaug Sigurðardóttir fá viðurkenningu fyrir fallegan og rótgróinn garð að Reykjadal 2.
KFC
Veitingastaður KFC í Mosfellsbæ fær viðurkenningu fyrir sérlega fallega aðkomu og snyrtilega umhirðu lóðar.
Tré ársins 2022: Alaskaösp – Reykjabyggð 30
Alaskaösp (Populus trichocarpa) á ættir sínar að rekja til Alaska og með vesturströnd Norður – Ameríku. Öspin er náskyld víðitegundum sem eru ræktaðar víða á Íslandi. Alaskaöspin getur orðið mjög há planta en á Íslandi er hæsta plantan um 20 m. há. Öspin er einstaklega harðgert og hraðvaxta tré sem veitir mörgum Íslendingum gott skjól.
Öspin sem stendur við Reykjabyggð 30 er tignarleg með stóra fallega og heilbrigða krónu. Öspin gefur umhverfinu hlýlega ásýnd og vekur athygli þegar keyrt er inn Reykjabyggðina.
Tengt efni
Umhverfisviðurkenningar 2024 afhentar á setningarathöfn bæjarhátíðar
Hátíðardagskrá var í Hlégarði fimmtudaginn 29. ágúst þar sem meðal annars voru veittar umhverfisviðurkenningar.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2024
Umhverfisnefnd óskar eftir tilnefningum frá almenningi vegna umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2024.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023 afhentar á bæjarhátíð
Hátíðardagskrá var í Hlégarði sunnudaginn 27. ágúst í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima þar sem meðal annars voru veittar umhverfisviðurkenningar.