Á bæjarhátíðinni Í túninu heima voru afhentar umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2010.
Íbúum gafst kostur á að senda inn tilnefningar í þremur aðskildum flokkum; fyrir fallegasta húsagarðinn, fyrir það fyrirtæki sem skaraði fram úr í umhverfismálum og fyrir fallegustu götuna. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar heimsótti þá garða, fyrirtæki og götur sem tilnefnd voru og skoðaði með tilliti til umhirðu, umgengni, hönnunar, skipulags og áherslu á umhverfismál.
Alls bárust 11 tilnefningar um fallega garða í bænum, tvær tilnefningar um fyrirtæki og fjórar tilnefningar um fallegar götur. Eftir vandlega yfirlegu var nefndin sammála um að umhverfisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2010 skyldu hljóta að þessu sinni:
Hjónin Elísa Ólöf Guðmundsdóttir og Vignir Kristjánsson fyrir fallegan og hlýlegan garð að Leirutanga 4, þar sem hönnun og notagildi sameinast, s.s. með mat- og kryddjurtaræktun.
Fyrirtækið Borgarplast, Völuteig 31-31a, fyrir mikla áherslu á umhverfismál, þar sem fyrirtækið er með virka umhverfisstefnu og umhverfisstjórnunarkerfi og er sérstaklega meðvitað um flokkun og endurnýtingu úrgangs.
Svöluhöfði sem fallegasta gata Mosfellsbæjar 2010 þar sem heildaryfirbragð er snyrtilegt, hönnun og skipulag til fyrirmyndar og margir garðar fallegir og gróðursælir.
Tengt efni
Umhverfisviðurkenningar 2024 afhentar á setningarathöfn bæjarhátíðar
Hátíðardagskrá var í Hlégarði fimmtudaginn 29. ágúst þar sem meðal annars voru veittar umhverfisviðurkenningar.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2024
Umhverfisnefnd óskar eftir tilnefningum frá almenningi vegna umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2024.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023 afhentar á bæjarhátíð
Hátíðardagskrá var í Hlégarði sunnudaginn 27. ágúst í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima þar sem meðal annars voru veittar umhverfisviðurkenningar.