Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 voru afhentar við hátíðlega athöfn í Hlégarði á bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima.
Umhverfisviðurkenningarnar eru veittar þeim aðilum sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum á árinu.
Að þessu sinni barst mikill fjöldi tilnefninga um einstaklinga, garða, götur, stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd ákvað að í ár yrðu veittar viðurkenningar til eins einstaklings sem hefur skarað fram úr í umhverfismálum og tveggja aðila fyrir fallegan garð.
Helga Herlufsen og Guðmundur Sigurðsson
Helga og Guðmundur fengu viðurkenningu fyrir sérlega fallegan og fjölskrúðugan garð að Bugðutanga 7 sem finnst hefur verið af mikilli natni um langt skeið. Garðurinn er einskonar lystigarður og ber merki mikillar ástríðu við umhirðu gróðurs og virðingu fyrir umhverfinu.
Oddgeir Þór Árnason
Oddgeir fékk viðurkenningu fyrir góð störf að skógræktarmálum í Mosfellsbæ um margra ára skeið. Oddgeir sem starfaði áður sem garðyrkjustjóri í Mosfellsbæ hefur ávallt lagt mikla áherslu á skógrækt og uppgræðslu í sveitarfélaginu, gróðursetti skjólgróður víða um bæ á svæðum sem margir töldu ómögulegt að rækta tré og kom að uppgræðslu á melum í Ullarnesbrekkum. Hann hefur einnig haft mikinn áhuga á umhverfismálum í bænum og hefur sinnt þeim af alúð.
Mosfellsbær óskar þeim til hamingju með viðurkenninguna.
Tengt efni
Umhverfisviðurkenningar 2024 afhentar á setningarathöfn bæjarhátíðar
Hátíðardagskrá var í Hlégarði fimmtudaginn 29. ágúst þar sem meðal annars voru veittar umhverfisviðurkenningar.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2024
Umhverfisnefnd óskar eftir tilnefningum frá almenningi vegna umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2024.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023 afhentar á bæjarhátíð
Hátíðardagskrá var í Hlégarði sunnudaginn 27. ágúst í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima þar sem meðal annars voru veittar umhverfisviðurkenningar.