Tjaldsvæðið í Mosfellsbæ er staðsett í hjarta bæjarins, norðan við íþróttamiðstöðina á Varmársvæðinu, með fallegu útsýni yfir neðri hluta Varmár, Leirvoginn og Leirvogsána.
Í Mosfellsbæ eru víðáttumikil náttúra innan bæjarmarka og einstakir útivistarmöguleikar í skjóli fella, heiða, vatna og strandlengju.
Tjaldstæðið er staðsett við Varmárskóla og Varmárlaug. Á tjaldstæðinu er salernisaðstaða, vatn og rafmagn.
Góðar almenningssamgöngur eru frá tjaldstæðinu um Mosfellsbæ og í miðborg Reykjavíkur.
Opnunartími: 1. júní – 1. september.
Tengt efni
Rekstri tjaldsvæðis Mosfellsbæjar á Varmárhóli hætt
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að loka tjaldsvæðinu á Varmárhóli.
Tjaldsvæðið í Mosfellsbæ lokar 30. ágúst 2022
Tjaldsvæði í Mosfellsbæ opnar 1. júní 2018
Tjaldsvæðið í Mosfellsbæ er staðsett í hjarta bæjarins, norðan við íþróttamiðstöðina á Varmársvæðinu, með fallegu útsýni yfir neðri hluta Varmár, Leirvoginn og Leirvogsána.